Góð ferð um Reykjanes

Krýsa 15Græna netið gerði góða ferð um Reykjanes í frosti en afbragðsveðri sl laugardag.

Ferðin hófst við Seltún og genginn Ketilstígur upp að Arnarvatni og þaðan upp á Hettu en af Hettu er afbragðsgott útsýni yfir miðhluta Reykjaness. Trölladyngja var skoðuð seinni part dagsins.

Krýsa 9Það er enginn svikinn af gönguferðum um Reykjanes, fegurðin er stórbrotin, saga okkar allt frá landnámi er þar við hvert fótmál og fyrir þá sem einhvern áhuga hafa á jarðfræði er svæðið ein samfelld spennusaga.

Það er í raun merkilegt hvað svæðið er lítið notað af ferðaþjónustuaðilum en mér skilst að fá fyrirtæki af Reykjanesinu nýti þetta stórbrotna svæði líkt og t.d. Íslenskir fjallaleiðsögumenn og Eldhestar gera á Hengilssvæðinu.

Krýsa 22

Víst er að Reykjanesið býður upp á endalausa möguleika til atvinnusköpunar og útivistar og í því sambandi vil ég sérstaklega benda á hugmyndir Landverndar um eldfjallaþjóðgarð.

Hugmyndir Landverndar útiloka alls ekki orkunýtingu en leggja áherslu á að nýting hennar verði með þeim hætti að verðmæt útivistarsvæði skaðist ekki. Það er löngu tímabært að setjast niður og ræða í alvöru hvernig fólk vill nýta þessi verðmætu svæði til frambúðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Það hlýtur að verða framalega á verkefnalista hins nýja félags sveitafélaganna sem standa að "Suðurlindum" að skipa samstarfshópa varðandi auðlindanýtinguna á þessu svæði og þá ekki eingöngu sem snýr að jarðvarmanum.

Stjórn Reykjanesfólksvangs er mikilvæg í svona samstarfi- hér er mikið og verðugt verk að vinna.

Sævar Helgason, 26.11.2007 kl. 22:00

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Gaman væri að vita hvort farið var að borplaninu við mynni Soganna í þessari göngu og upp eða niður með Sogalæknum. Þar getur að líta einhver tillitslausustu umhverfisspjöll sem framin hafa verið á Reykjanesskaganum, - með því að leggja verktakaveginn á bakka Sogalækjarins þegar hægt var að leggja hann 1-200 metrum sunnar og með því að sarga borplanið inn í græna hlíðina við mynni Soganna í stað þess að hafa það lengra í suðvestur og skábora þá niður ef endilega þurfti að komast undir Sogin.

Og sá sem ekki hefur gengið eftir öðrum hvorum barmi Soganna og horft yfir Spákonuvatn og Djúpavatn hefur misst af því magnaðasta sem þetta svæði hefur upp á að bjóða í björtu veðri og um leið áttað sig betur á því hneyksli sem framkvæmdirnar þarna eru, - það fóru hvorki fyrir Skipulagsstofnun né Umhverfisstofnun. 

Og samt er þetta smotterí miðað við það sem stefnir í nyrðra við Leirhnjúk og Gjástykki.

Ómar Ragnarsson, 27.11.2007 kl. 00:11

3 Smámynd: Dofri Hermannsson

Tek undir þetta með Sogalækinn - það hefur margt verið gert á þessu svæði, bæði í orkuleit og malarnámi, sem vel hefði mátt komast hjá. Það gildir um önnur svæði líka.

Dofri Hermannsson, 27.11.2007 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband