Lán Íslendinga

Bendi á skemmtilegan pistil Davíðs Þórs Jónssonar um hin íslensku viðhorf til lántöku.

„Ef Sví vinnur milljón í happdrætti fer hann með hana í bankann, leggur helminginn inn og kaupir bíl fyrir hinn helminginn. Ef Íslendingur vinnur milljón í happdrætti fer hann með hana í bankann, fær lánaða milljón og kaupir sér bíl fyrir tvær."

Mikið til í þessu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dofri Hermannsson

Sæl Dharma. Gaman að sjá þig aftur, hélt kannski að þú værir lögst í þunglyndi yfir síendurteknum tilraunum þinna manna í borginni til að stytta sitt pólitíska líf.

Dofri Hermannsson, 27.11.2007 kl. 13:02

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég spyr eins og kjáni, Dofri...  Hver er Dharma? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 27.11.2007 kl. 13:08

3 Smámynd: Sævar Helgason

Að fela sig að baki nafnleyndar og ausa af viskubrunni sínum er aðall Dharma.

Það er slæmt því fyrirbærið hefur ábyggilega eitthvað til málanna að leggja, en vegna þessa veikleika síns fer það allt fyrir ofan garð og neðan.. 

Sævar Helgason, 27.11.2007 kl. 15:11

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég verð að viðurkenna að ég nenni ekki að lesa það sem Dharma hefur til málanna að leggja. Það er mest vegna þess sem Sævar nefnir hér að ofan, um að fela sig að baki nafnleyndar.

Sveinn Atli Gunnarsson, 27.11.2007 kl. 15:35

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Leggjast nafnlausir pennar í þunglyndi???

Ég ætla nú ekki að lýsa neinum skoðunum á þessum langhundum sem birtast allt of oft í nafni Dharma enda vil ég síður vera kallaður kommatittur eða eitthvað í líkingu við það. Flest þau sem vaða uppi með fúkyrðum á blogginu gera það undir dulnefni. Það er vitaskuld algjör óþarfi að taka mark á svoleiðis pakki.

Sigurður Hrellir, 27.11.2007 kl. 16:43

6 Smámynd: Sævar Helgason

Að vega mann og annan úr launsátri hefur aldrei borið hugdirfsku vitni.

Sævar Helgason, 27.11.2007 kl. 17:02

7 Smámynd: Sigurður Hrellir

Að tengja náttúruvernd við vinstrimennsku eða kommúnisma ber nú ekki vott um mikla innsýn í stjórnmálin. Ég veit ekki betur en að David Cameron og breski íhaldsflokkurinn sé orðinn talsvert umhverfissinnaður. Ef einhver hefði í ógáti gengið inn á landsfund Sjálfstæðisflokksins í vor hefði sá hinn sami líklegast talið að hér væri flokkur Græningja að skipuleggja næstu stórsókn til verndar náttúrunni. Hvar hefur þessi nafnlausi bloggari eiginlega haldið sig? Með Gunnari á Goldfinger?

Sigurður Hrellir, 27.11.2007 kl. 22:28

8 identicon

Ég held reyndar að Íslendingurinn haldi fyrst upp á það að hafa unnið, svo kaupi hann sér flatskjá og utanlandsferð og fari svo með mínusinn í næsta bílaumboð og "kaupi" jeppa fyrir 7 milljónir. Yfirdrátturinn með 23% vöxtum mun standa óhaggaður.

Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 00:29

9 Smámynd: Gísli Guðmundsson

Um hvað var aftur umræðan hér???? Já lán íslendinga, jú íslendingar eru lánsamir enda talin vera besta land að búa í á eftir Noregi og Ástralíu skv S.Þ. Og þannig er komið fyrir okkur vegna þess sem við erum þegar kemur að fjármálum.....CRAZYYYYYY.

Við erum LÁN-söm þjóð..........lengi lifi græðgin.

Gísli Guðmundsson, 28.11.2007 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband