5.11.2008 | 22:05
Spurningar sem er ósvarað
Hvernig það gat gerst að lykilstjórnendur væru svo skuldsettir fyrir hlutabréfum í bankanum að þau máttu ekki falla án þess að við þeim blasti gjaldþrot?
Hvað varð til þess að stjórnendurnir mátu það svo að ef þeir fengju ekki sérmeðferð þá yrðu þeir að selja til að bjarga sér frá gjaldþroti?
Eiga ekki innherjareglur við um þessa stjórnendur og hefðu þeir yfir höfuð mátt selja bréf sín í bankanum vitandi það sem þeir vissu?
Það gengur ekki upp að stilla þessu upp sem vali á milli tveggja vondra kosta. Mennirnir höfðu komið sér og bankanum í þessa stöðu sjálfir.
![]() |
Ekki hægt að taka aðra ákvörðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.11.2008 | 16:26
Hanna Birna fagnaði en Óskar varð súr
Það eru fáir að fylgjast með þessum blessaða fundi og þess vegna sjálfsagt að segja frá viðtökum meirihlutans við ítarlegum tillögum Samfylkingarinnar.
Til að gera langt mál stutt þá fagnaði borgarstjóri tillögum Samfylkingarinnar eindregið og lagði til að þeim yrði vísað í aðgerðarhóp um fjármál borgarinnar sem bæði meiri- og minnihluti eiga sæti í. Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins varð hins vegar ekki jafn glaður. Missti sig með öfundartóni í einhvern misskilinn meting og skæting. Treysti sér þó ekki til að vera á móti tillögunum.
Það er ástæðulaust fyrir Óskar Bergsson að vera súr yfir því að Samfylkingin leggi fram ítarlegar tillögur um það hvernig hægt er að snúa vörn í sókn í atvinnumálum borgarinnar. Hann hefði verið maður að meiri ef hann hefði bara fagnað þeim. En einhverra hluta vegna hann gerði það ekki, blessaður kallinn.
Tillögunum var sem sagt vísað í aðgerðarhópinn og við munum halda áfram að vinna að þeim þar.
![]() |
Reykjavík á krossgötum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.11.2008 | 14:45
Alger snilld!
Þetta vídeó er náttúrulega glimrandi snilld. Bæði umgjörð og innihald.
![]() |
Bókmenntaþáttur í læk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.11.2008 | 13:37
Formannsslagur hafinn í Sjálfstæðisflokknum?
Það heyrir til algerra undantekninga að þingmenn stjórnarflokkanna höggvi í formenn samstarfsflokksins. Slíkt gerist varla, enda samkomulag um að mögulega óánægju eigi að afgreiða innan samstarfsins en ekki í fjölmiðlum. Það vekur því verðskuldaða athygli þegar Bjarni Ben, ættarlaukur og vonarstjarna Engeyjarættarinnar, reiðir hátt til höggs að Ingibjörgu Sólrúnu líkt og hann gerði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag.
Þetta þarf að skoða í samhengi. Í gær birtist könnun Gallup sem sýndi Sjálfstæðisflokkinn með 21% fylgi á landsvísu. Það eru tölur sem jafnvel borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins getur ekki sætt sig við. Það er ljóst að Bjarni Ben lítur svo á að nú styttist í formannsskipti í flokknum.
Með því að skriðtækla formann samstarfsflokksins (daginn eftir aðgerð - smekklegt) vegna gagnrýni hennar á seðlabankastjóra er Bjarni að melda sig inn með eftirtektarverðum hætti. Það sem ekki síst vekur eftirtekt er málefnið sem Bjarni gerir þennan alvarlega ágreining um - Davíð.
Af öllum helgimyndum Sjálfstæðisflokksins er Davíð heilagastur og með því að vega að Ingibjörgu er ættarlaukurinn að votta Davíð og hans bláa armi hollustu sína. Það má vel vera að þetta sé allt saman rétt reiknað út hjá Bjarna og að hann muni vinna forystusæti Flokksins út á þetta hollustuverk en það vekur mann óneitanlega til umhugsunar um það hvernig sá flokkur yrði.
Það er ekki víst að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fundið botninn í 21%. Sífelld leiðtogakeppni borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins sýndi svo ekki verður um villst að lengi getur vont versnað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
31.10.2008 | 21:40
Frábært fyrir ímyndina!
Hér fyrir skemmstu, á meðan Íslendingar voru enn bestir í heimi á sérhverju sviði, ákvað Landssamband íslenskra útvegsmanna að fara í fýlu út í alþjóðlegar vottanir um ábyrgar fiskveiðar. Fannst skilyrðin of ströng, vinnan við það tómt vesen og svo kostaði þetta líka pening. Þeir ákváðu þess vegna að búa bara til sína eigin vottun. Iceland responsible fisheries.
Nú þegar er búið að útmála íslenska þjóð sem fjárglæframenn og svikara gagnvart umheiminum eru hvalveiðar einmitt það sem við þurfum á að halda til að bæta ímyndina, ekki satt? Fleiri svona góðar hugmyndir kæru vinir í LÍÚ!!!
Hvernig er það annars, langreiðarnar sem Kristján Loftsson sendi í heimsreisu til að láta fólk halda að hann væri búinn að finna markað fyrir kjötið, eru þær ekki enn í frysti í tollinum í Japan? Eða er hann búinn að borga undir þær heim aftur?
![]() |
Vilja áframhaldandi hvalveiðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.10.2008 | 08:41
Góð afstaða við erfiðar aðstæður
Það lá við að aðstæðurnar á vellinum í gær hentuðu betur fyrir ísknattleik en fótbolta. En við slíkar aðstæður verða konur (og menn) bara að bíta á jaxlinn.
Það er vissulega tvennt ólíkt að spila fótbolta á frosnum velli eða reka fyrirtæki/fjölskyldu í frosnu efnahags- og atvinnulífi. En ef þjóðinni allri tekst að sýna baráttuanda og jákvæðni, samstöðu og liðsheild eins og stelpurnar hafa gert þá verða erfiðleikarnir framundan bæði skammvinnari og léttbærari.
![]() |
Sara: Þær vældu út í eitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2008 | 21:05
Ef kosið yrði í dag....
... er augljóst að Vg og Sjálfstæðisflokkur myndu mynda meirihluta með 35 þingmönnum. Enda flokkarnir algjörlega sammála um að aðild að ESB sé mesta óráð og algjör óþarfi að taka upp annan gjaldmiðil - nema ef vera skyldi norsku krónuna!
Fyrirtæki sem finnst krónan ekki nógu góð til að stunda alþjóðleg viðskipti gætu þá bara farið ef þeim þætti þetta ekki nógu gott. Þeir óþjóðræknu og ósjálfstæðu Íslendingar sem endilega vilja vaxtakjör og verðlag svipað og í Evrópu gætu farið sömu leið. Ástur Sólliljur.
Það yrði gaman í Sumarhúsum!
![]() |
Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.10.2008 | 20:55
Takk og til hamingju stelpur!
![]() |
Ísland á EM 2009 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.10.2008 | 14:19
Möguleiki á flýtitengingu við evru
Þetta eru orð í tíma töluð hjá Ingibjörgu Sólrúnu. Nú eru þeir tímar að það verður að hugsa margt upp á nýtt. Nú er ekki afsakanlegt að þagga niður umræðu um lausnir sem gætu skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar. Það er heldur ekki afsakanlegt að bjóða fólki upp á einangrunarstefnu eða norska krónu til að forðast að ræða það sem blasir við.
Þessi frétt Rúv finnst mér einnig verulega áhugaverð en þar segir:
Eiríkur Bergmann Einarsson, forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst, segir að Evrópusambandið sé tilbúið að koma á hraðleið fyrir Íslendinga inn í sambandið í ljósi erfiðra aðstæðna. Hún fæli m.a. í sér að gengi krónunnar yrði fest við gengi evrunnar með þröngum vikmörkum.
Raddir hafa verið sífellt háværari um að taka upp evru hér á landi. Hefðbundin leið til þess, sem fæli í sér inngöngu í Evrópusambandið og evrópska myntbandalagið, tæki hins vegar fjögur ár. Eiríkur Bergmann segir að hægt sé að festa krónuna við evruna á mun skemmri tíma, eða fjórum mánuðum.
Eiríkur segist hafa heyrt það frá fulltrúum ESB að þeir væru tilbúnir að koma á hraðleið fyrir Ísland inn í sambandið ef stjórnvöld taka þá ákvörðun að sækja um aðild. Ef það yrði gert væri hægt að semja um að Ísland gengi í myntkerfið ERM II, líkt og Danir hafa gert. Það er í raun stökkpallur að upptöku evrunnar.
Ef þetta er rétt hjá Eiríki Bergmann eigum við raunhæfan möguleika á tengingu við evruna innan hálfs árs. Slík tenging fæli í sér lausn á mörgum alvarlegustu gjaldeyrisvandamálum þjóðarinnar.
![]() |
Vill endurskoða ESB og Seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.10.2008 | 10:43
Sál íslensku krónunnar að skilja við?
Hún ætti þó að hnita hringi yfir Seðlabankanum.
Kannski þetta sé andi fyrrum væntanlegs Helguvíkurálvers?
![]() |
Dularfullur hringur yfir Reykjanesbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |