29.10.2008 | 15:38
Frændur og vinir í Færeyjum
Það vekur hlýjar tilfinningar í garð frænda okkar og vina í Færeyjum hvað þeir eru fúsir að aðstoða okkur í þeirri gjaldeyriskrísu sem við höfum ratað í og allur heimurinn fylgist með.
Það er gott að sjá að minn ágæti skóli Bifröst skuli vilja endurgjalda velvildina.
Í Leiklistarskóla Íslands átti ég tvær færeyskar skólasystur og ég hef verið svo heppinn að koma þangað þrisvar á síðustu árum. Mér hefur fundist virðingarvert hvernig Færeyingar hafa náð að halda í menningu sína og rætur.
Þeim hefur ekki orðið það á að eyðileggja húsasögu sína af vanmáttarkennd yfir því hvað þau voru lágreist, þeim hefur tekist að viðhalda aldagamalli söng- og danshefð sem ég hef sannreynt að er jafn sprelllifandi og 16 ára fjörugar stelpur og strákar geta mögulega verið.
Það er umhugsunarefni fyrir okkur sem óneitanlega höfum hrasað, kannski af því við flýttum okkur um of.
![]() |
Býður Færeyingum ókeypis nám |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2008 | 10:23
Rétt athugað hjá Þorgerði Katrínu
Sjálfstæðisflokkurinn er kominn niður fyrir 30% í skoðanakönnunum. Af þessum 30% vill helmingurinn sækja um aðild að ESB og taka upp evru. Hinn helmingurinn telur sér trú um að við höfum efni á að nota krónu sem heimurinn tekur ekki gilda.
Þorgerður Katrín gerir sér ljóst að það getur ekki beðið að taka almennilega og upplýsta umræðu um kosti og galla ESB aðildar og upptöku evru. Hún hefur auk þess nægilegt bein í nefinu til að segja það upphátt.
Nú er búið að hækka stýrivexti upp í 18%. Það er gert til að reyna að koma krónunni á flot en þegar opnað verður fyrir gjaldeyrisviðskipti á ný er hætta á að krónan sökkvi til botns, hvar sem hann er annars að finna. Fólk sem þarf að borga af lánum, fyrirtæki sem þurfa að fjármagna sig munu ekki una því lengi að forystufólk stórra stjórnmálaflokka neiti að ræða Evrópu- og gjaldmiðilsmálin.
Verði þessi mál ekki tekin og rædd af skynsemi og yfirvegun mun fólk krefjast kosninga. Það kann því að verða Sjálfstæðisflokknum happadrjúgt á næstunni að hafa konu í forystunni sem bæði skilur og þorir.
![]() |
Þorgerður: Taka þarf afstöðu til ESB og evru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.10.2008 | 11:18
Verðtryggðu lánin rjúka upp
Verðtryggt húsnæðislán sem var 20 milljónir í síðasta mánuði hefur hækkað um 431 þúsund á milli mánaða. Þetta er skuggalegt peningakerfi sem við búum við. Ef við tökum verðtrygginguna af tapa sparifjáreigendur. Ef við tökum hana ekki af tapa skuldarar.
Það er áhugavert sem sumir hafa haldið fram að peningamálastefnan hafi m.a. ekki virkað vegna íslensku verðtryggingarinnar. Hún dregur úr næmni fólks gagnvart stýrivöxtum. Flest íslensk húsnæðislán eru svokölluð annuitetslán sem þýðir að fyrstu árin borgar maður nær eingöngu vexti. Verðbólgan bætir svo við höfuðstólinn en fáir ef nokkrir setja hækkandi höfuðstól í samband við neyslu og verðbólgu. Vandanum er frestað.
Nú er það svo að það hafa líka verið í boði óverðtryggð húsnæðislán. Þá hafa vextirnir verið hærri sem nemur verðbólgunni. Það hefur enginn viljað taka þau lán enda lítur það mun verr út að taka 20 milljón kr. lán á 8-9% breytilegum vöxtum en að taka lán á 4-5% vöxtum + verðbólgu sem þú borgar svo bara seinna.
Hefðu verðtryggð húsnæðislán verið bönnuð hefði húsnæðisverð aldrei hækkað svona eins og það gerði og þenslan hefði orðið minni. Og peningamálastefnan hefði kannski virkað. Og þó.
Líklega hefðu þá enn fleiri flúið í erlendu lánin, húsnæðisverð hækkað vegna ódýrra erlendra lána, Seðlabankinn hækkað vexti vegna þenslu og verðbólgu, jöklabréf flætt inn í landið vegna vaxtamunar, gengið hækkað upp úr öllu valdi þangað til jöklabréfin hyrfu og krónan þá fallið með skelli.
Í raun virðist vera um að ræða tvær birtingarmyndir á sama vandamáli. Ónýtum gjaldmiðli.
Á Yahoo finance er dollarinn skráður á 260 kr. og evran á 324 kr.
![]() |
Verðbólgan nú 15,9% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
26.10.2008 | 21:30
Umbrot í pólitík eylandsins
Það fer ekki hjá því að það verði uppstokkun í pólitíkinni, nú þegar frjálshyggjan liggur banaleguna og við blasir að hið sjálfstæða eyland norður í hafi galt ótæpilega sjálfstæðrar myntar og sjálfstæðrar peningamálastefnu. Niðurstaðan er sú að í dag erum við alþjóðlegir beiningamenn og allt annað en sjálfstæð þjóð.
Það er ekki undarlegt að Framsókn álykti í þessa átt. Það hafa verið sterkir Evrópustraumar í flokknum lengi. Það er hins vegar neyðarlegt fyrir flokkinn hvernig formaður hans hefur talað að undanförnu gegn samflokksmönnum sínum í þeim málum.
Albaníuskammir hans í garð Samfylkingarinnar og vandræðalega augljós blikk hans til Davíðsarmsins í Sjálfstæðisflokknum hafa virkað eins og blaut tuska í andlit margra þingmanna Framsóknarflokksins.
Líklega er hverjum einasta framsóknarmanni orðið ljóst, fyrir utan kannski formanninn sjálfan og Bjarna Harðar, að Brúnastaðabóndinn á miklu frekar heima sem karakter í Spaugstofunni en sem formaður stjórnmálaflokks.
![]() |
Vilja ESB-viðræður strax ásamt upptöku evru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.10.2008 | 21:17
Stelpurnar flottar!
![]() |
Ísland færðist skrefi nær EM |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2008 | 19:18
Hundruð starfa í Hátækni- og sprotafyrirtækjum
Á fundi Hátækni- og sprotafyrirtækja um stöðuna í morgun var gerð óformleg könnun á því hvað mörg fyrirtæki gætu bætt við sig mannskap og flýtt verkefnum sínum ef þau fengju einhvern stuðning t.d. framlag frá Atvinnuleysistryggingarsjóði eins og stundum hefur verið boðið upp á.
Niðurstöður þeirrar könnunar var mjög jákvæð. Þarna voru um 50 manns frá um 30 fyrirtækjum. Þessir aðilar töldu sig geta skapað um 100 störf á stuttum tíma. Á fundinum var aðeins brot af þeim sprotafyrirtækjum sem til eru í landinu. Það kæmi því ekki á óvart þó í sprotafyrirtækjum mætti með litlum tilkostnaði fjölga störfum um nokkur hundruð á skömmum tíma.
Það tekur um 10-15 ár fyrir sprotafyrirtæki að komast á það stig að fara að framleiða í stórum stíl. Í dag eigum við sem betur fer nokkurn fjölda slíkra fyrirtækja og stuðningur við þau mun gera allt í senn - að fjölga störfum, auka framleiðslu og afla gjaldeyris.
Þetta eru góðar fréttir fyrir land og þjóð, fyrir sprotafyrirtæki og verkfræðinga sem hafa hætt störfum sem bankastarfsmenn.
![]() |
Skorar á útflytjendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2008 | 12:13
Vel mælt Jóhanna!
![]() |
Bankastjórarnir með of há laun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2008 | 09:45
A Brown Limerick
Getting beaten in polls, feeling down
he concluded the way to the crown
was choosing foe of a nice
and convenient size
and next he´ll turn City to Town
![]() |
Gott dæmi um misnotkun laga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.10.2008 | 08:31
Plottið hrunið
Hluti af því hve vel Century gekk að komast fram fyrir Bakka í röðinni var að fyrirtækið lofaði íslenskum bönkum að Helguvíkurframkvæmdin yrði fjármögnuð í gegnum þá - enda þyrfti Century að taka lán fyrir framkvæmdinni. Bankarnir lögðust því hart á árarnar með Century.
Alcoa mun ekki hafa þurft á slíkri þjónustu að halda og hafði því engan stuðning frá íslenska fjármálageiranum. Nú er allt í uppnámi í Helguvík, eina ferðina enn. Það virðist vera að skapast hefð fyrir því suður með sjó að byrja á grunni að verksmiðjum sem ekki verða reistar.
Í ársskýrslu HS 2007 var talað um að allt þyrfti að ganga upp til að hægt yrði að afhenda orku til Helguvíkurálvers í tæka tíð og að það hefði þurft að neita mörgum fyrirtækjum með orkuþörf 10-50 MW um raforku af því allt þyrfti til Helguvíkurálversins.
Kannski hefði verið nær að beina athyglinni að fleiri smáum verkefnum?
![]() |
Fer yfir áform um Helguvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2008 | 20:26
2 milljónir á mánuði!
![]() |
Nýr bankastjóri Nýja Kaupþings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |