21.10.2008 | 12:31
Tvískinnungur yfirvalda
Lög og reglur um heimaslátrun eru líklega einhver þau bjánalegustu af mörgum en þegar kemur að heimaunnum matvælum erum við kaþólskari en sjálfur páfinn. Af hverju í ósköpunum mega bændur ekki slátra heima hjá sér og selja sína afurðir beint til neytenda?
Ég þekki vel til heimaslátrunar og segi eins og mágkona mín af Jökuldalnum að ég vil helst ekki borða lömb sem ég þekki ekki. Með öðrum orðum, ég vil vita hvaðan kjötið kemur og á hvernig landi féð hefur gengið. Það er tvennt ólíkt að borða lamb sem gengur um lyngi vaxið land eða lömb sem eru alin á káli í hálfan mánuð fyrir slátrun til að auka þyngd sína. Ég vil líka frekar að slátrunin sé unnin heima á býlinu af einum aðila sem ég treysti fyllilega til að gæta að öllu hreinlæti frekar en að lambið sé dregið inn í blóðlyktina og svo komi tuttugu mismunandi aðilar að verkinu.
Tvískinnungurinn gagnvart viðskiptum með heimaunnið lambakjöt er algjör. Fólk er elt uppi eins og glæpamenn með fyrsta flokks matvæli og þau gerð upptæk ef um heimaunnið lambakjöt er að ræða. Ef maður hins vegar fer og skýtur hreindýr upp á heiðum, þess vegna í gegnum belginn, gerir að því við frumstæðar aðstæður og dregur svo skrokkinn fleiri kílómetra á eftir sér þá er fullkomlega löglegt að selja hræið sem fyrsta flokks gúrme kjöt í verslanir!
Tvískinningurinn er líka af hálfu löggjafans. Þegar ég í fyrra stóð í röðinni í mötuneyti alþingis til að bragða á prýðisgóðu hangiketi sem þar var í matinn um jólin í fyrra heyrði ég á tal tveggja þingmanna fyrir framan mig í röðinni. Þeir voru auðvitað að spyrja hvor annan hvaðan þeir keyptu heimaslátraða og heimareykta jólahangikjötið sitt!
Væri ekki nær að koma einhverri vottun á heimaslátrun frekar en að elta menn uppi með lambakjöt eins og um dópsmyglara væri að ræða?
![]() |
Með kjöt af heimaslátruðu í bílnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.10.2008 | 13:54
Loksins góðar fréttir
Það eru auðvitað ekki góðar fréttir að það þurfi að leita til IMF en fyrir þjóð sem er í þeirri stöðu sem Ísland er í dag eru það þrátt fyrir allt góðar fréttir að það eigi að fara að gera eitthvað í málunum. Nú hefst tími endurreisnarinnar. Hann mun verða erfiður en í honum munu líka felast mörg tækifæri fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Það er jákvætt hvað margir hafa komið fram með hugmyndir um nýsköpun í atvinnulífinu. Við höfum mikla þörf fyrir slíkar hugmyndir núna.
Við eigum að líta til Finna sem tókst á stuttum tíma að vinna sig út úr gríðarlega erfiðu ástandi. Þeir lögðu spilin á borðið og sögðu sem svo: "Hvað getum við gert til að bjarga okkur, annað en að ganga á auðlindir okkar?" Þeir lögðu mikla áherslu á rannsóknir og þróun nýrra viðskiptahugmynda og friðuðu megnið af Lapplandi, lítt snortnu svæði á stærð við Ísland. Sköpuðu þar paradís útivistar- og náttúrutúrisma, heimsþekkt dæmi um vel heppnað átak, einkum í "off season" ferðaþjónustu.
![]() |
Óska eftir 6 milljörðum dala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.10.2008 | 10:44
Löngu ljóst
Það var löngu ljóst að góðærið sem fyrrverandi ríkisstjórnarflokkar gumuðu af var tekið að láni. Það var ljóst að víxlverkun vaxta- og gengishækkana vegna peningamálastefnu Seðlabankans væri tifandi tímasprengja. Það var ljóst að það væri ekki hægt að bjóða upp á krónuna sem gjaldmiðil í alþjóðlegu hagkerfi.
Það var hins vegar erfitt að ræða þessi mál af alvöru. Þeim sem sögðu þjóðinni að kaupmáttaraukningin væri plat var svarað með glósum um skort á hagstjórnar- og fjármálaviti. Sumir þóttust einir hafa allt slíkt vit. Sterk öfl lögðu bann við því að það væri rætt um upptöku evru, hvað þá inngöngu í ESB. Og áfram flaut þjóðin þegjandi um allt sem máli skipti.
![]() |
Stjórnvöld skilningslaus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.10.2008 | 08:48
Tveir Moggar!
![]() |
Áhyggjur af fjölmiðlum hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.10.2008 | 16:46
Áhugaverð athugasemd
Barst þessi athugasemd við síðustu færslu. Áhugavert samhengi.
það er mjög skiljanlegt að enginn skuli vilja eiga viðskipti við Ísland.
Stjórnvöld á Íslandi eru rúin öllu trausti umheimsins.
Seðlabanki Íslands er stærsti brandarinn í fjármálaheiminum núna.
Skuldin sem Ísland þarf að greiða er 17000 milljarðar ISK eða 12 föld
þjóðarframleiðsla.
Íslensku bankarnir notuðu innistæður sparifjáreigenda m.a. í Finnlandi og
Bretlandi til að fjármagna afborganir af lánum sínum.
Allar lánalínur bankanna voru fyrir löngu lokaðar og þeir féllu í þá
freistni að nota sparifé almennings í þessum löndum til að borga
spilaskuldirnar.
Til að stöðva þessa starfsemi frystu Finnar allar yfirfærslur Kaupþings til
Íslands mánudaginn
6 okt. Þetta var gert í kyrrþey. Frétt um þetta birtist fyrst í
Hufvudstadsbladet 9 okt.
Sjá:
http://www.hbl.fi/text/ekonomi/2008/10/9/w18769.php
Fimmtudaginn 9 okt var finnski forsætisráðherrann Matti Vanhanení heimsókn
hjá Gordon Brown til viðræðna um bankamál.
sjá:
http://www.zimbio.com/pictures/5r_RqGZhvZI/Gordon+Brown+Holds+Talks+Finnish+Prime+Minster/tOYAtpThaZA
Aðgerðir Breta og Finna virðast vera af sama tilefni.
Í báðum tilfellum var verið að stöðva glæpastarfsemi.
Bretarnir brutu hurðina að bankanum en Finnar hringdu dyrabjöllunni.
Harkaleg viðbrögð Breta eru skiljanleg vegna viðtals við yfirmann fjármála
Íslands þar sem hann með pókerfés á smettinu segir að þeir (ræningjarnir) ætli bara að skila 5 %
af þýfinu.
Þessi ummæli birtust á fjarritum kauphalla um allan heim.
Ummæli Gordon Brown um aö leiðtogar Íslands hafi svikið þegna sína er rétt.
Líklega verða einhverjir íslenskir fjármálamenn og stjórnmálamenn
eftirlýstir af Interpol þegar fram líða stundir.
NB!
http://www.hbl.fi/text/ekonomi/2008/10/9/w18769.php
Sjá texta undir mynd:
Finansinspektionen uppger att man redan på måndagen satte stopp för försök
att flytta depositioner i finska Kaupthing till utlandet. Kaupthing berörs
av den isländska statens depositionsskydd.
Dugar skammt að bölva Bretum fyrir allt sem aflaga hefur farið. Þótt þeir hafi farið fruntalega að vinaþjóð er ljóst að margir sem áttu að halda vöku sinni hafa sofið á verðinum. Manni líður eins og maður hafi skrifað upp á 150 yfirdráttarheimild hjá nákomnum ættingja sem síðan hafi farið á hrikalegt eyðslu- og neyslufyllerí og maður fær reikning í hausinn fyrir 15 milljónum. Andskotans!
![]() |
Þeir felldu bankana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2008 | 12:46
Loftum út á Svörtuloftum
Skora á fólk að koma á Austurvöll kl. 15 til að styðja þá kröfu að Davíð Oddsson víki úr stóli seðlabankastjóra. Þó vissulega þurfi að fara ofan í saumana á svo miklu fleiri atriðum en gjörðum og vangá Davíðs ber enginn ríkari ábyrgð á ástandinu en einmitt hann.
17.10.2008 | 15:51
Þjóðernishyggja - farvegur reiðinnar
Án þess að vilja á nokkurn hátt bera blak af Brown, verður að hafa í huga að í Bretlandi eru fleiri að tapa eigum sínum en nemur fjölda Íslendinga. Mörg sveitarfélög, góðgerðarfélög og aðrar stofnanir eru að tapa milljörðum og almenningur finnur fyrir því.
Það er skiljanlegt að þetta fólk sé reitt ekkert síður en við hér heima. Það er hins vegar mjög mikilvægt að við missum ekki reiðina, sárindin og vonbrigðin út í þjóðernishyggju. Það verður aðeins til þess að fólk sem lætur sér nægja ofureinfaldaðar skýringar á ástandinu lætur eftir sér að taka reiðina út á borgurum hinnar hötuðu þjóðar. Jafnt á báða bóga.
Það er afar óheppilegt og gæti auðveldlega leitt til enn meiri óhamingju. Almenningur á Íslandi á ekki í stríði við almenning í Bretlandi eða öfugt. Íslensk fjármálafyrirtæki hafa hins vegar farið mjög óvarlega og í þeirri alþjóðlegu fjármálakreppu sem gengið hefur yfir heiminn fóru íslensku fyrirtækin á hausinn. Nú lítur allt út fyrir að íslenska ríkið (almenningur) sé ábyrgt fyrir skuldum við breskan almenning.
Við höfum tvo augljósa kosti og báða vonda. Að borga allt og verða skuldum vafin þjóð eða borga ekki og glata orðspori og velvilja í okkar garð. Vonandi tekst að finna skaplegri lausn. Ég tek undir með þeim sem segja að við ættum að ráða verulega færa almannatengslafræðinga í að aðstoða okkur við að komast úr þessari klemmu. Orðspor og velvilji er ekki gripið upp af götunni.
![]() |
Úthýst vegna þjóðernis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.10.2008 kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.10.2008 | 14:48
Veslings Gísli Marteinn!
![]() |
Undrandi á framkomu Icelandair |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2008 | 09:10
"Borgum ekki" samtök í uppsiglingu?
Fékk áframsent svar Glitnis til eins lesanda síðunnar en hann hafði samband við bankann sinn til að spyrja út í möguleika á frystingu húsnæðisláns í erlendri mynt.
Sæll
Það sem við getum gert í sambandi við erlend lán er að fresta afborgunum af lánum í 6 mánuði. Áfram þarf að borga vaxtagjalddaga. Kostnaður er 10.000 kr pr lán. Annað er því miður ekki í boði.
Kveðja,
GLITNIR
Þessi viðskiptavinur bankans sagði jafnframt:
Á síðustu mánuðum hefur almenningur staðið frammi fyrir því að íslenskir ráðamenn og bankamenn hafa gjaldfellt ekki bara gjaldmiðilinn heldur einnig ímyndina. Íslenska krónan á sér ekki viðreisnar von og þau okkar sem tóku erlend lán til að forðast okurvexti lánastofnanna standa frammi fyrir staðreyndum sem fyrir nokkrum mánuðum þóttu óhugsandi á Íslandi.
Það voru reyndar nokkrir erlendir sérfræðingar sem héldu því fram að allt stefndi á versta veg en þeir voru jafnan kveðnir niður sem óheiðarleg handbendi vogunarsjóða sem ætluð sér að knésetja krónuna til þess eins að græða á smæð hagkerfisins. Í þessar sannfæringarræður fór nær allur máttur ráðamanna og bankamanna, samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir liggja í dag, vitandi að Ísland rambaði á barmi gjaldþrots.
Það er orðinn dágóður hópur í þjóðfélaginu sem telur sig hafa verið blekktan, ekki bara eins og maður á að venjast af bílasölum og fasteignasölum, heldur af þeim sem við treystum fyrir fjöregginu og lífsafkomunni. Greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir lítilsháttar lægð og kannski 10% gengisfalli sem myndi þó jafna sig á einhverjum tíma. Seðlabankastjórinn talaði um samsæri vogunarsjóða. Á þessum forsendum fór fólk og keypti íbúðir á uppsprengdu verði og leitaði að bestu kjörunum í landinu sem bauð upp á 15% stýrivexti.
Talsmaður neytenda talar um forsendubrest en líklega eru það ekki sannmæli nema við hröpum að þeirri ályktun að allt hafa skyndilega breyst til hins verra og verið algerlega ófyrirsjáanlegt. Það er miklu nær að tala um glæpsamlegt athæfi banka sem þurftu svo nauðsynlega að koma þessum peningum á almenning (sama á hvaða kjörum) til þess að styrkja stöðu sína sem samkvæmt leyniskýrslum var ákaflega bágborin.
Ráðamenn eru síðan sekir um að hylma yfir glæpinn, kannski á þeim forsendum að þetta verði mögulega allt í lagi en kannski einfaldlega af getuleysi. Þetta á líklega aldrei eftir að sannast þar sem FME fer með bráðabirgðastjórn bankanna og framtíðarstjórnendurnir eru allir fyrrverandi starfsmenn úr efri stigum bankanna. Hvort sem þetta eru konur eða ekki þá hef ég litla trú á því að þær fari að sakfella sig í hreinsunaraðgerðum.
Það er greinilegt að reiði fólks er farin að krauma, bæði yfir gengistryggðu lánunum og verðtryggðu lánunum í því sem varla getur orðið minna en 20% verðbólga.
Það er talað um að stofna samtök um að borga ekki.
![]() |
Glitnir í Svíþjóð seldur á útsölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
17.10.2008 | 08:36
Grænna framundan
Meira af því sama?
Nú trommar upp hver uppistandarinn á fætur öðrum sem vill meira af því sama og kom okkur í þessi spor. Þingmenn sem skortir forsendur til að vita betur, sveitastjórnarmenn sem taka einfaldan hálfsannleik fram yfir flókinn raunveruleika og uppvakningur úr norrænni gröf stilla nú saman strengi nauðhyggjunnar og biðja um að lögum um mat á umhverfisáhrifum varpað fyrir róða. Um einstaka þingmenn og sveitastjórnarmenn þarf ekki að fjölyrða, orð þeirra dæma sig sjálf. Hitt vil ég rifja upp að þegar uppvakningurinn (sem jafnframt stóð fyrir helmingaskiptum bankanna, afnámi bindiskyldu, 90% húsnæðislánum og illa grunduðum skattalækkunum) barðist sem harðast fyrir Kárahnjúkavirkjun sagði hann það verður þröngt í búi hjá mörgum fjölskyldum ef ekki verður virkjað". Ég frábið mér frekari ráð frá þeim manni.
Hvað er framundan?
Þegar rykið, sem hrun hins óhefta kapítalisma hefur þyrlað upp, er sest þurfa stjórnvöld, almenningur og fyrirtæki að endurskoða stefnu sína. Ekki dettur mér í hug að segja að kapítalisminn sé dauður, hann mun lifa áfram rétt eins og aðrir frumkraftar s.s. frekja og græðgi. Lærdómurinn er hins vegar sá að slíkar hvatir verður að temja og aga og setja þeim mörk sem byggja á framtíðarsýn til langs tíma. Það mun liggja ljósar fyrir en áður að efnahagslíf heimsins verður að stefna að sjálfbærri þróun. Að það verður að hætta rányrkju takmarkaðra auðlinda og til að halda lífsgæðum okkar þurfum við að beita hugviti, þróa nýjar leiðir í sátt við umhverfið í stað þess að lifa á kostnað komandi kynslóða. Og í því felast mikil tækifæri fyrir Íslendinga.
Grænt hagkerfi
Stjórnvöld víða um heiminn eru byrjuð að marka sér stefnu um grænt hagkerfi . Árið 2006 gáfu stjórnvöld í Þýskalandi út áætlun um, New Deal" fyrir efnahagslífið, umhverfið og atvinnulífið. Í henni kom fram að tækifæri og forskot Þjóðverja fælist í færni þeirra til að finna upp og innleiða nýjar lausnir í orkumálum, samgöngum, sorplausnum og á öðrum grænum sviðum. Nú þegar starfa um 250.000 manns að rannsóknum og þróun þessara mála í Þýskalandi. Í vor kom út í Bretlandi skýrsla sérfræðinga undir heitinu Green New Deal" þar sem bent var á hvernig grænt hagkerfi gæti fært Bretlandi þúsundir green collar" starfa og bætt samkeppnisstöðu efnahagslífsins í landinu gagnvart umheiminum. Loks hefur Barak Obama sett fram ítarlega áætlun um fjárfestingar upp á að minnsta kosti 150 milljarða dala í grænni tækni og þekkingu á sviði orkumála sem mun skapa milljónir vel borgaðra grænna starfa.
Tækifæri Íslands
Eins og núverandi iðnaðarráðherra hefur bent á hefur Ísland mikla möguleika á að verða sjálfbært orkusamfélag. Í stað þess að halda áfram á sömu braut nauðhyggjunnar og kom okkur í klandur með áframhaldandi yfirgangi gagnvart náttúru og umhverfi ættum við að leita leiða til að nýta betur þá orku sem við eigum. Við ættum að bjóða alþjóðasamfélaginu samstarf um rannsóknir á nýjum lausnum í orkumálum, samgöngutækni, fiskveiðum. Við ættum að bjóða aðstöðu til að þróa og innleiða slíkar lausnir og skapa með því verðmæta reynslu og fjölda starfa fyrir vel menntað fólk sem nú er hætt við að forði sér af landi brott. Við ættum líka umsvifalaust að ráðast í uppbyggingu á neti þjóðgarða, þemagarða og verndaðra svæða um allt land að fordæmi Finna sem gerðu Lappland að heimsfrægu dæmi um vel heppnaðan útivistar- og náttúrutúrsima. Þangað koma nú á fjórðu milljón ferðamanna árlega.
Ef við setjum stefnuna á þetta tvennt munum við auka mennta- og mannauð samfélagsins um leið og við stöndum vörð um náttúruna, öflum mikilvægs gjaldeyris og byggjum upp að nýju laskaða ímynd landsins.
Pistillinn birtist í Viðskiptablaðinu í morgun