Nauðhyggja skammsýnna manna

Ég skil forsendurnar að baki skoðunum Jóns Gunnarssonar alþingismanns en hins vegar er furðulegt að skynsamt fólk skuli láta sér detta í hug að það sé hægt að henda frá sér lögum um mat á umhverfisáhrifum. Finnst fólki orðspor landsins ekki nógu laskað nú þegar? Er kannski næsta heilræði að verða betri en Nigeríumenn í að svindla á fólki?
mbl.is Ekki framhjá lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öll á sama báti

Ung heimasæta las á miðann sem fylgdi Andrésblaðinu í síðustu viku. Þar stóð að hækka þyrfti áskriftina um 31 krónu frá og með næsta tölublaði. Þrátt fyrir að vera mikill aðdáandi íbúa Andabæjar fór hækkunin fyrir brjóstið á henni.

"Þetta gengur ekki, við verðum að segja áskriftinni upp." sagði hún við pabba sinn.
"Við ráðum nú alveg við 31 krónu" sagði hann, í senn pínulítið áhyggjufullur og hrærður yfir þessu meðvitaða framlagi heimasætunnar til að axla ábyrgðina á bankafárinu.

Það lítur út fyrir að þær verði ófáar krónurnar sem hún og hennar kynslóð þarf að borga fyrir óráðsíu síðustu ára. Þeirri kynslóð veitir ekki af jákvæðum og góðum siðferðisboðskap sem nesti í erfiða ferð. Þar geta íbúar Andabæjar lagt margt gott til enda á íslensk þjóðarsál þar marga fulltrúa.


mbl.is Faðmlag til bloggvina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Al anon

Oft var þörf...


mbl.is Ekki persónugera viðfangsefnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raus og varasöm þjóðernishyggja

Óttalegt raus er þetta í gamla manninum. Bretar áttu ekki miðin og aðför Brown að Kaupþingi verður seint hægt að réttlæta með því að við unnum stríðið um yfirráð yfir sjávarauðlindum landsins.

Það verður hins vegar að vara alveg sérstaklega þessu: Umræða um bankakreppuna, sem nú hefur breyst í gjaldmiðilskreppu og gæti breyst í alvarlega lífskjarakreppu innan skamms, má alls ekki fara að snúast upp í þjóðernishyggju. Hún er engum til gagns í þessari stöðu.

Málið snýst í grunninn um að hér fóru menn offari í fjárfestingum, eftirlitsaðilar sváfu á verðinum á meðan skuldbindingar þjóðarinnar á erlendri bankastarfsemi óx henni langt yfir höfuð. Þegar allt sigldi í strand voru teknar vondar ákvarðanir sem orsakaði keðjuverkun og logarnir læstu sig í hvern bankann á fætur öðrum.

Þegar allt leit út fyrir að Kaupþing myndi sleppa óskaði seðlabankastjóri eftir pólitísku viðtali í fjölmiðlum þar sem hann sagði að Íslendingar ættu ekki að standa við skuldbindingar sínar í útlöndum. Með orðum sínum hellti sá sem lýsir sér sem slökkviliðsstjóra olíu bankabálið með þeim afleiðingum að Kaupþing fuðraði upp.


mbl.is „Makleg málagjöld"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruslakista?

Því verður að svara hvort þeir sem stjórnuðu Gift hafi notað sjóðinn til að kaupa af sínum eigin félögum eignir sem þeir vissu að voru rusl.


mbl.is Verðmæti Giftar hefur rýrnað mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, sæll!

Það er þrennt að í einu. A) Alþjóðleg lausafjárkreppa, B) gjaldeyriskreppa vegna vantrúar heimsins á krónunni og C) frost á íslenskum fjármálamarkaði vegna hæstu vaxta í heimi á krónum.

A og B er nógu slæmt þó ekki sé okrað svo á innlendu fjármagni að það standi varla nokkur lögleg starfsemi undir vöxtunum. Þess vegna hefur verið kallað eftir verulegri vaxtalækkun. Fyrirtækin í landinu sárvantar fjármagn til rekstrar. Hverju breytir að lækka vexti úr 15,5% í 12%?

Er virkilega enn verið að reyna að keyra hagkerfið eftir kenningum sem skiluðu okkur út í móa?  Nú þurfa hagfræðingar seðlabankans að líta upp úr skruddunum og út um gluggann. Nota heilbrigða skynsemi og lækka vexti NIÐUR Í örfá prósent í stað þess að lækka þá UM örfá prósent.

Og út með kallinn! (Þarf að ræða það eitthvað frekar?)


mbl.is Stýrivextir lækkaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ákaflega þörf tilmæli ríkisstjórnarinnar

Það er ástæða til að fagna sérstaklega þessum tilmælum ríkisstjórnarinnar. Það er ekki nokkur sanngirni í því að láta fólk borga af erlendum lánum sínum á meðan enginn hefur hugmynd um hvort gengið er 150 eða 300 krónur fyrir evruna. Eða hreinlega eitthvað allt annað.
mbl.is Afborganir verði frystar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hætta á vöruskorti?

Öll verslun byggir að meira eða minna leyti á því að sá sem selur vöruna fær greiðslufrest, oft 30-60 daga. Innan þess tíma er varan seld, verslunareigandinn hefur fengið greitt, hann hefur greitt flutningsaðilanum og þeim sem hann keypti vöruna af o.s.frv.

Nú er staðan sú að staðgreiðslu er krafist af þeim sem eru að flytja inn vörur frá útlöndum. Flestir eiga ekki handbært fé til að borga reikninginn - þetta er svipað og þegar fólk sem hefur lifað á VISA þarf að hætta með kortið og fara að staðgreiða.

Til viðbótar er gjaldeyrisþurrð í landinu. Þótt sumir eigi peninga til að fyrirfram- eða staðgreiða vörur geta þeir ekki fengið Evrur í staðinn fyrir krónur. Og auk þess veit enginn hvers virði hver króna er.

Þeir sem eru að selja vörur og þjónustu til útlanda fyrir Evrur þora ekki lengur að leggja þær inn í íslenska banka af ótta við að fá þær ekki til baka, vegna gjaldeyrisskömmtunar. Þeir leggja því Evrurnar sínar inn í erlenda banka og fyrir vikið kemur enginn gjaldeyrir inn í íslensku bankana!

Það væri í raun undarlegt ef andlát krónunnar hefði ekki áhrif á vöruframboð í landinu.

Hér má sjá gengi krónunnar hjá evrópska seðalabankanum - 305 krónur fyrir 1 evru.
Það er jafnframt tekið fram að ekki hafi átt sér viðskipti með krónuna síðan á fimmtudaginn var.


mbl.is Íslendingar birgja sig upp af mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grein Ingibjargar Sólrúnar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fjallar í grein í Morgunblaðinu í dag um tækifærin sem felast í nýliðnum atburðum til að staldra við og endurmeta það sem skiptir máli. Þar segir hún m.a.:

Kostirnir í stöðunni eru því þessir. Annaðhvort pökkum við í vörn og hverfum aftur til þess tíma sem var fyrir 1994 eða við gerum þetta að upphafi nýrra tíma, sækjum ótrauð fram og búum til þær varnir fyrir íslenskan almenning og íslensk fyrirtæki sem við þurfum í upphafi 21. aldar. Þær varnir felast til skamms tíma í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og til lengri tíma í aðild að ESB, upptöku evru og bakstuðningi Evrópska seðlabankans. Eftir hildarleik síðari heimsstyrjaldarinnar stóðu íslenskir stjórnmálamenn andspænis þeirri áleitnu spurningu hvort Ísland gæti spjarað sig án formlegra bandamanna ef til átaka kæmi í heiminum. Niðurstaðan var að svo væri ekki og Ísland gekk bæði til liðs við hinar Sameinuðu þjóðir og NATO.
Nú stöndum við andspænis sambærilegri spurningu þó ógnirnar séu af efnahagslegum toga. Ég tel það mikinn ábyrgðarhlut af stjórnmálamönnum að telja sjálfum sér og öðrum trú um að við getum haldið áfram að senda fólk á bátsskeljum út á opið haf og sagt því að fiska. Það hefur þegar endað með ósköpum.

Greinin er hér í heild sinni.


Mea Culpa

Í athyglisverðri breskri skýrslu frá því í vor, The Green New Deal, rakst ég á þessi tilvitnun í Hörst Köhler, forseta Þýskalands og fyrrum yfirmanns IMF, en ummælin eru úr Stern magazine 15. mars í vor. Í lauslegi þýðingu:

Ég bíð enn eftir háu og skýru Mea Culpa (mín sök). Það eina góða við þessa kreppu er að hún gerir hverjum hugsandi og ábyrgum manni í geiranum ljóst að alþjóðlegir fjármálamarkaðir hafa skapað skrímsli sem verður að setja á sinn stað....Við þurfum harðari og skilvirkari reglur, kröfur um meira fjármagn að baki fjármálaviðskiptum, meira gagnsæi og sjálfstæða heimsstofnun sem hefur yfirsýn yfir stöðugleika alþjóðlega fjármálakerfisins. Ég hef þegar stungið upp á að IMF fái það hlutverk.

Og þetta hafði Roosvelt forseti að segja 1933

Peningamenn hafa flúið hásæti sín í hofi siðmenningar okkar. Við þurfum nú að endurreisa það hof. Það hvernig til tekst veltur á því hve hátt við metum samfélagsleg gildi umfram einfaldan peningalegan gróða.

Viðbrögð þjóðarinnar við áfallinu sem hófst fyrir tveimur vikum eru eðlileg. Þau einkennast af sorg, vantrú og reiði. Reiðin mun færast í vöxt á næstu dögum og vikum og það verður leitað að sökudólgum.

Það er mikilvægt að skipulega verði farið í að kanna hvað fór úrskeiðis og af hverju. Þá er vert að hafa í huga að forsenda árangurs sannleiksnefndarinnar í Suður Afríku var að henni var einungis ætlað að komast að sannleikanum en ekki að refsa sökudólgunum. Framtíðin hefur lag á að sjá um það.

Suður Afríska leiðin reyndist farsæl, var þó margs að hefna.


mbl.is Tímar ofurlaunanna liðnir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband