12.10.2008 | 15:37
Silfur Egils dómstóll götunnar?
![]() |
Jón Ásgeir: Fær ekkert út úr sölunni á Baugsfyrirtækjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
12.10.2008 | 10:35
Gamlir foringjar
Sagan er full af dæmum um hvernig fer þegar gamlir leiðtogar, eða jafnvel bara fjölskylduherrar, neita að gefa forystuna eftir í raun, jafnvel þótt þeir hafi gert svo formlega.
Frétt af ræðu Kjartans túlka margir sem jákvæðar fréttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn og því er það miður ef hraustleg tilraun til að brjóta af sér hlekki hins ónefnda hefur hrokkið til baka.
![]() |
Tár felld á flokksráðsfundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2008 | 09:39
Endurmat
Það er ljóst að þegar þennan storm lægir tekur við endurmat á ýmsum viðhorfum. Óheftur kapítalismi og 100% testesterón mun ekki verða talið gæfulegt nesti í langferð.
Við eigum að nota þetta ógæfulega ástand til að hefja aftur til vegs og virðingar góð gildi svo sem hófsemi, samkennd og jafnrétti. Við eigum að tryggja jafnræði kynjanna til stjórnunarstarfa hjá þeim fyrirtækjum sem nú eru aftur komin í eigu ríkisins/samfélagsins. Það er líklegra til farsældar, nú þegar þarf að byggja samfélagið upp að nýju, en að hafa einsleitan hóp af sama tagi og kom okkur í þá stöðu sem við erum í núna.
Endurmat mun ekki einskorðast við fyrirtæki og stofnanir. Góð staða einstaklings er lítils virði ef samfélag hans er í molum. Nú þegar heimsþorpið okkar stendur höllum fæti skiptir máli að hver og einn að hugsi um hvað hann eða hún geti gert fyrir samfélagið fremur en öfugt, svo vitnað sé í fræg ummæli berlínarbollunnar JFK.
![]() |
Áhættumeðvitund varð til þess að Auður stendur vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2008 | 07:11
Góð ábending
![]() |
Börnum verði tryggður fullur aðgangur að leikskólanámi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2008 | 17:57
Fífl og dóni!
Á þessu myndskeiði á visir.is má sjá athyglisverð ummæli forsætisráðherra um fréttamann.
9.10.2008 | 16:06
Stóraukin framlög til enskukennslu í skólum?
Kannski það komi fram tillaga um stóraukin framlög til enskukennslu í skólum í umræðum um fjárlög?
Þetta sagði Alister Darling í gærmorgun: "The Icelandic government, believe it or not, have told me yesterday they have no intention of honouring their obligations here,"
Nú veit ég ekki hvernig samtalið gekk fyrir sig en getur verið að ráðherra hafi talið að sögnin "to honour" hefði neikvæða merkingu? Að samtalið hafi verið á þessa leið?
AD: Do you intend to honour your obligations?
ÁM: Absolutly not! Darling, please, I assure you - we have no intention of doing such a thing!
???
![]() |
Samtal við Árna réð úrslitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.10.2008 | 15:40
Nauðsynleg aðgerð til bráðabirgða
Viðskiptaráðherra hefur verið mjög ötull að vernda hag almennings í þessum hamförum og þessi tilkynning frá honum (og félagsmálaráðherra) er afar mikilvæg fyrir þá fjölmörgu einstaklinga og fyrirtæki sem eftir gengisfallið skulda margfalt það sem stofnað var til og mögulegt er að borga af.
![]() |
Gengistryggð lán verði fryst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2008 | 11:55
Skjaldborg um sparisjóðina
Það er ástæða er til að fagna nýrri bankastýru og óska henni velfarnaðar í störfum. Það er líka ástæða til að fagna orðum Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, um sparisjóðina.
Á visir.is má sjá frétt og viðtal við Össur þar sem hann undirstrikar mikilvægi þess að slá skjaldborg um þá sparisjóði sem hafa verið vel reknir, þeir hafi mikilvægu hlutverki að gegna.
Ég fagna því nú að hinn vel rekni Sparisjóður Skagafjarðar skuli ekki formlega hafa verið horfinn í hít Kaupþings. Þangað hafa sparifjáreigendur streymt til að leggja inn peninga. Það sýnir sig núna þegar þeir smæstu lifa af að það er ekki heppilegt að veðja öllu á fá stór fyrirtæki.
Þetta er umhugsunarvert nú þegar álverð hríðfellur á mörkuðum.
![]() |
Nýi Landsbanki tekur við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2008 | 09:22
Davíð Mugabe
Nú hefur það verið staðfest að Kaupþing féll vegna ummæla Davíðs í Kastljósi í fyrrakvöld - viðtali sem hann bað sjálfur um. Á sama tíma og sterkasti bankinn hafði fengið lán frá íslenska og sænska seðlabankanum og átti góða möguleika á að fóta sig í umhverfi vantrausts á alþjóðlegum bankamarkaði mætir seðlabankastjóri Íslands í sjónvarp til að lýsa þeim sem óreiðumönnum.
Þessi orð rata beint til bresku ríkisstjórnarinnar sem er vöruð við. Plan Íslendinga sé að borga ekki skuldir sínar erlendis. Það er ekki furða að Darling og Brown hafi verið hneykslaðir og lýst Íslendingum sem ótýndum þjófum. Orð Davíðs Mugabe voru mjög skýr - látum útlendingunum blæða.
Davíð verður að víkja, strax í dag.
![]() |
FME yfirtekur Kaupþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
8.10.2008 | 22:42
SMS vísur um ástandið
Það er gömul og góð íslensk hefð að gera upp atburði stóra og smáa með því að yrkja um þá vísu. Ferskeytlan er knappt form og gerir kröfur um hagleik og útsjónarsemi í orðum og stíl. Það má nánast segja að þegar vel tekst til sé ferskeytla eins og verulega góð ljósmynd.
Ég á nokkra góða ferskeytluvini sem ég fæ stundum vísur frá í tölvupósti eða sms um atburði líðandi stundar. Einn þeirra er ráðherra og hefur staðið í svo ströngu undanfarna daga við að bjarga þjóðinni frá gjaldþroti að hann hefur engan tíma haft til að blogga. Hann segist aldrei búa til vísu nema í þessum skeytum okkar á milli en það hlýtur nú að vera af meðfæddri hógværð sagt því vísurnar eru afar liprar.
Þessa fékk ég í sms að kvöldi mánudagsins:
Eymdarsljór með augun rauð
einn ég flækist krankur.
Nú á ég ekki nokkurn auð
nú er ég orðinn blankur.
Ráðherranum fékk þessi huggunarorð til baka:
Þó heimsins gengi víst sé valt
og víða margir tyftir,
ekkert fyrir auð er falt
sem einhverju máli skiptir.
Við sjáum hverju fram vindur - og vonum það besta.