14.3.2008 | 09:02
Samkeppnisforskot
Þegar heimurinn er að fara að taka beygju er ekki gott að halda áfram beint af augum.
Heimurinn er að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að við göngum betur um náttúruna og förum sparlegar með auðlindir hennar. Ýmis framsýn fyrirtæki hafa á undanförnum árum þróað með sér stefnumótun sem tekur til þessara þátta.
Margir þekkja t.d. hvað það gerði bandarískum bílaiðnaði að sitja auðum höndum á meðan asískir og evrópskir bílaframleiðendur fundu upp sífellt eyðslugrennri bíla. Á sama hátt munu skapast gríðarleg tækifæri fyrir umhverfisþenkjandi fyrirtæki til að ná samkeppnisforskoti á komandi árum.
![]() |
Þriðja iðnbyltingin í vændum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.3.2008 | 15:38
1,8 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu
Eins og Davíð Oddsson hefur bent á munu stóriðjuframkvæmdir fresta lækkunarferli stýrivaxta. Í nýlegri skýrslu OECD er sömu rök að finna en þar segir að til hins ýtrasta ætti að fresta öllum stóriðjuframkvæmdum þangað til búið er að ná jafnvægi í efnahagslífinu.
Af einhverjum undarlegum ástæðum hefur hvorugt náð inn fyrir hlustir hæstvirts fjármálaráðherra.
Skuldir heimilanna eru 1.500 milljarðar. Þar af eru 1.000 milljarðar í verðtryggðum krónum.
Ef það dregst um eitt ár að lækka vexti um 5% eykur það kostnað heimilanna um 75 milljarða.
Ef það dregst um eitt ár að lækka verðbólguna um 4% hækkar það höfuðstól skulda heimilanna um 40 milljarða.
Kostnaður heimilanna af því að fresta lækkunarferlinu um eitt ár væri því samtals um 135 milljarðar eða um 1,8 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu.
Fögnuður fjármálaráðherra yfir álversframkvæmdum í Helguvík við þessar aðstæður vekur verulega áleitnar spurningar. Er ráðherrann að hugsa um hag almennings eða er hér um að ræða burtreiðakeppni Árnanna þar sem leikurinn gengur út á hvor þeirra er betri í að hæla álveri í Helguvík og vinningurinn er 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í næstu alþingiskosningum?
Ef heimilin í landinu (sem eru líka á Suðurnesjum) fá sendan heim reikning frá þeim upp á 1,8 milljónir vegna leiðtogakeppninnar finnst mér ekki ólíklegt að þriðji Árninn laumist til að stela 1. sætinu fyrir framan nefið á þeim.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.3.2008 kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.3.2008 | 11:07
Orkan kemur ekki úr holum heldur af landsnetinu - að sögn bæjarstjórans
Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ ákvað í gær að veita byggingarleyfi fyrir álveri í Helguvík þrátt fyrir að úrskurðar sé að vænta innan skamms frá Umhverfisráðherra um kæru Landverndar.
Landvernd kærði það að Skipulagsstofnun hefði ekki nýtt sér heimild til að fara fram á að allir þættir framkvæmdarinnar yrðu metnir í samhengi hver við annan. Þá er sérstaklega átt við línulagnir eftir Reykjanesskaganum og orkuöflun.
Á þetta benti Umhverfisráðherra í fréttum í gær og furðaði sig á asanum á bæjarstjóra Reykjanesbæjar.
Í morgunfréttum mátti svo heyra grátstafinn í bæjarstjóranum. Hann er hnugginn yfir því að Umhverfisráðherra hafi aldrei vikið góðu orði að framkvæmdinni. Skrýtið!
Hann segir líka algeran óþarfa að bíða eftir niðurstöðu Umhverfisráðherra um kæru Landverndar. Þar hafi fyrst og fremst verið gerð krafa um að sýnt yrði fram á úr hvaða borholum ætti að taka orkuna til að knýja álverið sem sé fáránlegt því eins og allir vita kemur rafmagnið ekki úr holum heldur af landsnetinu!
Þetta útskýrir ýmislegt!
![]() |
Fagna gagnrýni umhverfisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2008 | 16:43
Helguvík og hagstjórnin
Þættinum hefur borist bréf. Þar er bent á að þótt ekki hafi komið nákvæmar tölur ennþá fyrir árið 2006 megi fá námundaðar tölur með því að bera saman útsvarstekjur sveitarfélaganna. Að vísu er útsvarsprósentan ekki sú sama alls staðar og því um nokkra ónákvæmni að ræða.
Samkvæmt útsvarsprósentureikningum heimamanna í Reykjanesbæ má sjá að meðaltalsútsvarið er 5% hærra á Vesturlandi en á Suðurnesjum. Tölur um Suðurland fylgdu ekki með.
Úr annarri átt bárust mér nýjustu upplýsingar um atvinnuleysistölur í landinu. Þar kemur fram, eins og vitað var, að meira en tvöfalt fleiri konur en karla á Suðurnesjum vantar vinnu. Er álver í Helguvík svarið við því? Á Grundartanga eru 84% vinnuaflsins karlar en aðeins 16% konur.
Bréfskrifari, stjórnmálamaður úr Reykjanesbæ, bað mig að vera koma hreint fram og segja einfaldlega að ég væri á móti stóriðju. Málið er ekki svo einfalt. Ég er á móti álverinu í Helguvík af ákveðnum ástæðum en ekki af trúarsannfæringu.
Um umhverfisástæðurnar hef ég þegar tjáð mig, t.d. að mér finnist siðlaust að byrja á álveri þegar ekki er vitað hvort næg orka er til í að knýja það, ekki er vitað hvort framleiðendur orkunnar vilja selja hana í álbræðslu í Helguvík, ekki hefur fengist leyfi fyrir línulögnum eftir endilöngum Reykjanesskaganum og ekki er vitað hvort álverið fær þær losunarheimildir sem til eru.
Svo eru hinar hagrænu ástæður sem ég vil biðja fólk að hugsa vel út í.
Heimilin í landinu skulda um 1.500 milljarða, þar af um 1.000 í verðtryggðum krónum.
Stóriðjuframkvæmdir í Helguvík munu án vafa fresta því að hægt sé að hefja vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Með einföldum útreikningum má því finna út að fyrir hvert ár sem það dregst að lækka vexti um t.d. 5% munu heimilin í landinu þurfa að borga 75 milljarða og fyrir hvert ár sem það dregst að lækka verðbólgu um t.d. 4% bætast 40 milljarðar við höfuðstól verðtryggðra skulda heimilanna. Þetta eru um 1,8 milljón á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Líka á Suðurnesjunum.
Herkostnaður af of háum vöxtum og verðbólgu lendir ekki bara á heimilum í landinu heldur líka skuldugum sveitarfélögum. Það ættu kjörnir fulltrúar slíkra sveitarfélaga að hafa í huga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
12.3.2008 | 12:54
Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ fer með fleipur
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, færir þau rök helst fyrir nauðsyn álvers í Helguvík að Suðurnes séu mikið láglaunasvæði. Þetta er rangt. Hann hefur líka talað um mikið og landlægt atvinnuleysi á Suðurnesjum, sem er líka rangt.
Ef farið er á vefi Hagstofunnar og Vinnumálastofnunar sést að atvinnuleysi á Suðurnesjum er í heild um 1.2%. Atvinnuleysi er 0,9% hjá körlum en nokkuð meira eða 1,6% hjá konum á Suðurnesjum. Þetta eru tölur sem í reynd þýða að ekki er um neitt atvinnuleysi að ræða.
Það er undarlegt að heyra í bæjarstjóranum þennan sífellda barlóm, heyra hann tala niður bæði byggðina, fólkið og störfin sem það vinnur. Sérstaklega þegar ekkert af því á við rök að styðjast. Reyndar sýna mannfjöldatölur að á síðustu árum hefur fólki á Suðurnesjum einmitt fjölgað mjög, úr 16.802 árið 2003 í 20.446 í ársbyrjun 2008 eða um 22% á þessum tíma. Margir bæjarstjórar væru bara býsna sáttir við þessa þróun. En ekki Árni.
Í fréttum Rúv í gær sagði hann:
Þetta er mikið láglaunasvæði sem að menn eiga að þekkja sem að um fjalla. Þannig að það væri gott að allir þingmenn séu með það líka á hreinu. Þetta snýst ekki bara um atvinnuleysi þetta snýst um það að skapa fólki góð laun og vel launuð störf og örugg störf. Það er það sem við erum að gera hér.
Kíkjum aðeins nánar á þetta og tökum til samanburðar Vesturland og Suðurland sem hvort tveggja eru svæði rétt utan höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt Hagstofunni, sem er einmitt með þetta á hreinu, eru meðalatvinnutekjur á Suðurnesjum lítið eitt hærri en á Vesturlandi og talsvert hærri en á Suðurlandi. Þó er hér um að ræða tölur frá 2005 og ljóst að mikill uppgangur hefur verið á svæðinu síðan. Sjá mynd.
Þetta finnst mér að bæjarstjórar eigi að þekkja sem um fjalla. Maður spyr sig hvað veldur því að bæjarstjórinn í Reykjanesbæ fer með þvílíkt fleipur. Veit hann ekki betur eða gengur honum eitthvað annað til? Er álverið í Helguvík áfangasteinn á pólitískri vegferð bæjarstjórans? Heppilegur bautasteinn þegar kemur að næstu Alþingiskosningum? Klæði í ráðherrakápu?
Það er erfitt að vera riddari á hvítum hesti þegar engum þarf að bjarga.
11.3.2008 | 22:38
Reynslumesta kollan á Tjörninni
![]() |
Vilja ráða andapabba til starfa við Tjörnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.3.2008 | 22:28
Augljóst hvernig þetta endar...
![]() |
Sex mánaða kynlífsbann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.3.2008 | 08:41
Meira svona
Það var lengi vel lenskan að senda börnin ekki í framhaldsskóla af því að þá flytja þau auðvitað bara burt úr héraðinu. Að mörgu leyti skiljanleg en kannski dálítið skammsýn og eigingjörn afstaða.
Sama heyrist stundum frá fyrirtækjum sem þegar talið berst að sí- og endurmenntun.
Internetið gerir allar veglendir jafnar er stundum sagt. Þetta gildir auðvitað ekki um fiskútflutning eða aðra efnislega flutninga en gerir býsna mörgum kleift að stunda vinnu sína að mestu eða öllu leyti óháð staðsetningu - svo framarlega sem góð nettenging er fyrir hendi.
Á Höfn hefur tekist að koma upp stemningu í kringum Nýheima, þekkingarmiðstöð svæðisins. Þar vinna um 40 manns við ólík störf sem skapar skemmtilega fjölbreytni og deiglu hugmynda þegar fólkið hittist yfir kaffibollanum.
Meira svona.
![]() |
Ný hugsun í byggðamálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2008 | 12:50
Laun í Evrum - eða kannski Jenum?
Fyrir um hálfu ári var ég enn í starfi framkvæmdastjóra þingflokks Samfylkingarinnar. Ég sagði því svo upp í lok október frá og með jólum til að takast á við aukin verkefni sem kjörinn fulltrúi í borgarpólitíkinni. Allir vita hvernig það fór.
Hvað um það - þarna fyrir um hálfu ári var ég mikið að spá í þessi gjaldeyrismál og vaxtakjör á lánum.
Ég spurði því formann flokks og þingflokks að því í hálfkæringi hvort ég gæti ekki fengið launin mín greidd í Evrum, ég væri nefnilega að hugsa um að taka erlent lán. Mér var svarað í samskonar hálfkæringi á móti að það kæmi svo sannarlega ekki til greina - þingflokkurinn hefði ekki efni á að taka slíka gengisáhættu.
Þótt í hálfkæringi væri hefur auðvitað komið á daginn að þetta var hárrétt athugað. Hefði ég fengið greitt í Evrum væri ég nú kominn með 24% hækkun launa á hálfu ári.
Í nýgerða kjarasamninga er reyndar komið ákvæði um að launþegar geta fengið hluta launa greiddan í erlendri mynt. Kannski það muni gilda um kjörna fulltrúa hjá borginni líka. Ég er hugsa um að veðja þá á Jenið því erlenda lánið sem ég tók er einmitt í þeirri mynt.
Kannski svo með fleiri því eins og verðbólgan er núna eru m.a.s. vaxtalausu námslánin á umtalsvert hærri vöxtum en lán í Jenum.
![]() |
Krónan veikist enn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.3.2008 | 12:26
Nýheimar á Höfn og störf án staðsetningar
Það er gaman að fylgjast með því hvernig íbúar á Höfn taka á byggðamálum eins og sagt er frá á www.visir.is. Stofnun Nýheima er dæmi um nýja hugsun þar sem áhersla er lögð á að draga að fjölbreytt þekkingarstörf.
Nú er unnið að verkefninu Störf án staðsetningar hjá hinu opinbera en markmiðið er að skilgreina öll opinber störf sem ekki eru háð staðsetningu. Þegar slík störf losna verður starfið auglýst sem starf án staðsetningar og öllum sem hafa aðgang að internetinu þar með gert mögulegt að sækja um.
Einkageirinn er reyndar fyrir löngu búinn að uppgötva hagkvæmnina í þessu og þannig er t.d. eitt stórt hugbúnaðarfyrirtæki sem ég þekki með fólk í vinnu um allan heim. Á Íslandi eru starfsmenn fyrirtækisins m.a. á Akureyri og Súðavík þar sem þeim hefur reyndar nýlega fjölgað úr 1 í 3.
Það sem er verulega snjallt við Nýheima er sú hugsun sveitarfélagsins að búa til þekkingarmiðstöð þar sem einstaklingar í störfum án staðsetningar geta verið með sameiginlega aðstöðu, hist og búið þannig til skapandi og hvetjandi deiglu þekkingar og hugmynda.
Ég held að fleiri sveitarfélög ættu að hugsa á þessum nótum. Auk aðstöðu eins og boðið er upp á í Nýheimum geta sveitarfélög höfðað til menntað fjölskyldufólks með góðri þjónustu s.s. leikskólum þar sem ekki eru biðlistar, barnvænu umhverfi, metnaðarfullum grunnskólum, íþróttum og tónlistarstarfi - að ekki sé talað um lægra húsnæðisverð.
Ég hvet íslensk sveitarfélög til að keppa um sérfræðinga í störfum án staðsetningar, hvort heldur er í einkageiranum, hjá hinu opinbera eða sjálfstætt starfandi með sömu aðferðum og gert er á Höfn.