12.4.2009 | 13:47
Aukaspurningar
- Af hverju var Sjálfstæðisflokkurinn í "miklum fjárhagserfiðleikum"?
- Hafði hann lagt allt (og meira en það) að veði til að ná meirihluta í borginni?
- Af hverju var haft samband við þessa aðila ef ekki til að láta þá sækja peninga í þau fyrirtæki þar sem þeir gengdu mikilvægum stöðum?
- Er ekki líklegt að þeir hefðu splæst einu símtali á þann sem bað þá að bjarga fjárhag flokksins eftir að hafa landað 55 milljónum?
- Var þetta kannski ekki fréttnæmt af því þetta hefur oft verið gert áður?
- Af hverju vill Sjálfstæðisflokkurinn alls ekki að auðlindin í hafinu verði skilgreind sem þjóðareign?
- Á hann skuld að gjalda?
Söfnuðu fé fyrir flokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2009 | 16:09
Hvar er Barrabas?
Andri hættir störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2009 | 19:02
Verðum að horfa fram á veginn
Þetta er auðvitað ánægjuleg könnun, bæði fyrir Samfylkingu og Vinstri græn. Eflaust njóta báðir flokkar umskiptana sem hafa orðið á ríkisstjórn eftir að Sjálfstæðisflokki var skipað á bekkinn.
Þótt nú sé um fátt annað talað en málefnasölu Sjálfstæðisflokksins er ekki gott að kosningarnar snúist bara um uppgjör við gamla spillingu. Við verðum að huga að framtíðinni og láta umræðuna snúast um hana. Hvernig við ætlum að koma í veg fyrir að fleiri störf tapist, hvernig við getum lækkað vexti og náð viðunandi stöðugleika í gjaldeyrismálum. Og svo margt fleira.
Njótum góðra verka ríkisstjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2009 | 01:12
Endurhannað lógó Sjálfstæðisflokksins
Fékk þetta sent frá lesanda þessarar síðu með hvatningu um að koma nýju kennimerki á framfæri. Það er hér með gert.
Geir segist bera ábyrgðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.4.2009 | 11:36
30 milljónir Sjálfstæðisflokks jafnvirði 40 í dag
Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði sómakennd til að endurgreiða milljónirnar 30 sem hann þáði frá FL Group með fullum verðbótum þyrfti flokkurinn að punga út 40 milljónum í dag.
Lítil von til þess eins og ég bendi á í páskaguðspjalli hér.
Óbreytt gengi krónunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2009 | 16:42
Háttvirtir þingmenn Sjálfstæðisflokks...
...þið getið séð þetta allt saman á netinu að loknum þingfundi!
Það er því alger óþarfi að tefja afgreiðslu mikilvægra mála út af þessu.
Hlé á þingfundi vegna framboðsfundar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2009 | 11:45
Furðuleg frétt!
Það varð banka- og gengishrun í fyrrahaust. Þá fór evran úr 120 kr í 250+
Starfsfólk Granda hefur væntanlega fengið útborgaði í krónum þann 1. hvers mánaðar allt árið í fyrra. Að reikna árstekur þeirra út frá núverandi gengi á evru gagnvart krónu er ákaflega furðuleg fréttamennska.
Þetta sýnir hins vegar að ef fólk vill hafa stöðugleika í sínum fjármálum ætti það að nýta sér ákvæði í samningum til að fá hluta launa sinna greiddan í erlendri mynt. Það myndi jafna út gengisáhættuna af húsnæðislánum og fólk gæti með góðri samvisku notið þess að vera með óverðtryggð húsnæðislán á 3-5% vöxtum.
Meðalárslaun tíu milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2009 | 09:44
Merkileg myndskreyting
Í fréttinni segir ekkert um ál en að verðmæti sjávarafurða og kísiljárns sé meira í mars en í febrúar. Myndskreytingin er því merkileg og væri gaman að heyra í Guðmundi Oddi um þetta en hann er eins og flestir vita með fróðustu mönnum um notkun myndmáls og tákna.
Staðreyndin er sú að fyrir hverja milljón sem fæst fyrir útflutning á áli þarf að flytja inn hráefni fyrir hátt í sömu upphæð. Ef maður fær lán til að kaupa efni í hús, byggir svo húsið og selur það þá fær maður auðvitað ekki nema hluta af söluandvirðinu í laun.
Sá virðisauki sem verður eftir í landinu af álframleiðslu er fyrst og fremst sala á raforku og laun til þeirra sem starfa a) við raforkuframleiðsluna og b) við álbræðsluna. Hvað raforkuframleiðsluna varðar er það einnig þekkt staðreynd að starfsemin er gríðarlega skuldsett og að nánast allur hagnaður fer í fjármagnskostnað og afborganir.
Það er líka alvarlegt umhugsunarefni að við skulum ekki dreifa áhættunni af raforkusölu meira og að við skulum ekki kappkosta að selja hana til þeirrar starfsemi sem skapar flest störf og mestan virðisauka í landinu.
Nú þurfum við Íslendingar að auka verðmætaksöpun í landinu. Þá er í besta falli villandi að horfa bara á útflutningstölur. Það er tvennt ólíkt laun eða lán.
Vöruskiptin hagstæð um 8,3 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
31.3.2009 | 14:12
Áhugavert eins og flest frá Samorku
Samorka hefur mjög blandað sér í umræðu um orkumál undanfarin misseri og ekkert út á það að setja. Af framlagi Samorku til umræðunnar dreg ég þó þá ályktun að þar ráði miklu svokallaðir "aukaaðilar".
Ekki á það síst við núna þegar Samorka - þar sem hitaveitur og orkufyrirtæki í samfélagslegri eigu eru aðalfélagar - er farin að bregða fæti fyrir ákvæði í stjórnarskrá um sameiginlegt eignarhald á auðlindum.
Dæmi hver fyrir sig - hér er listinn yfir aðal- og aukaaðila Samorku.
Leggst gegn ákvæði um auðlindir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.3.2009 | 21:41
Plíís, ekki klára dæmið Þorgerður!
Þorgerður Katrín fékk 80,6% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |