Kominn tími til að skipta?

Hér gefur að líta myndband Ungra jafnaðarmanna - skemmtileg upprifjun á ýmsu því helsta frá síðustu 12 árum 

 

Fyrir þá sem eru í þörf fyrir eitthvert mótvægi getur verið nauðsynlegt að skoða þetta myndband sem er kallað Rauða hættan og mér virðist ættað frá ungum frjálshyggjumönnum. Músikin er skemmtileg og myndbandið vakti mér líka kátínu - góða skemmtun!

 


Þetta verður stöðugt skemmtilegra!

080507Þetta heldur áfram upp á við eins og ég hafði spáð. Samfylkingin bætir við sig 2% á milli daga.

Ég tjái Sjálfstæðismönnum samúð mína (í kurteisisskyni) vegna skyndilegs falls þeirra á milli daga um 3,5%.

Haldi þetta áfram svona fram á kjördag endum við í 35% og D listinn í 14,4% sem er e.t.v. bjartsýni - en skemmtileg tilhugsun engu að síður.

Við sjáum hvað setur á laugardaginn - þetta er alla vega spennandi!!!


mbl.is Fylgi Samfylkingar og Framsóknarflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menntasókn Samfylkingarinnar

Samfylkingin kynnti í gær áform sín um fjárfestingu í menntun. Í því felast mikil tækifæri og líklega er vandfundið annað jafn gott fjárfestingartækifæri af hálfu hins opinbera nema ef væri að bæta samgöngur landsins, rannsaka náttúru landsins og eyða biðlistunum. Það munum við reyndar gera líka.

Allir geta lært - fjárfestum í menntun

  • Samfylkingin mun ráðast í fjárfestingarátak á öllum skólastigum með það að markmiði að árangur íslenska skólakerfisins standist samjöfnuð við það besta sem gerist.
  • Menntun er ein arðbærasta fjárfesting einstaklinga og samfélaga. Rannsóknir OECD sýna að aukning menntunarstigs um eitt ár að meðaltali hækkar varanlega landsframleiðslu á íbúa um þrjú til sex prósent. [1]
  • Ef tækist að fjölga í hópi þeirra í hverjum árgangi sem ljúka námi á framhaldsskólastigi upp í 80%, þýðir það eitt og sér hækkun menntunarstigs um hátt í heilt prósentustig. 
  • Ef hlutfall þeirra sem ljúka háskólaprófi ykist úr 30% í 40% myndi menntunarstigið aukast um a.m.k. 0,3 prósentustig. 
  • Á tveimur kjörtímabilum mætti auka landsframleiðsluna um eitt prósent, eða um það bil jafn mikið og áætlað er að álver Alcoa og Kárahnjúkavirkjun muni leggja til landsframleiðslunnar.
  • Samkvæmt því mætti auka tekjur íslenska þjóðarbúsins um 40 milljarða króna á ári með því að auka menntunarstig þjóðarinnar um eitt ár á mann að meðaltali.
  • Samfylkingin stefnir að því að koma Íslandi í fremstu röð í fjárfestingum í menntun sérstaklega með tilliti til þess að þjóðin er yngst norrænna þjóða og menntunarstig er hér lægra en annarstaðar.
  • Samfylkingin ætlar að tryggja gjaldfrjálsa menntun frá leikskóla til háskóla til að skapa öllum jöfn tækifæri og vinna gegn vaxandi stéttskiptingu í þjóðfélaginu.

[1] OECD 2006. Education at a Glance: OECD Inicators 2006, bls. 152.

 

Menntasókn Samfylkingarinnar miðar að eftirtöldu:

  1. Aukin fjárfesting í menntun. Samfylkingin leggur áherslu á fjárfestingarátak í menntun á öllum skólastigum. Sérstök áhersla verður lögð á innihald skólastarfs, aukið val nemenda, bætta stöðu og menntun kennara og annars starfsfólks skóla og aukið faglegt sjálfstæði skóla til að móta námskrár og árangur í skólastarfi.
  2. Minnkum brottfall. Við ætlum að efla list og verknám og fjölga styttri námsleiðum.  Verknám og bóknám verði jafngilt. Markmiðið er að hver nemandi finni menntaleið við sitt hæfi og áhugasvið. 25-30% hvers árgangs lýkur ekki námi úr framhaldsskóla. Brottfalli úr skólakerfinu fylgir dýrkeypt sóun á hæfileikum og framtíðarmöguleikum einstaklinga og fjármunum þjóðarbúsins. Með þessum aðgerðum og aukinni náms- og starfsráðgjöf ætlar Samfylkingin hækka hlutfall þeirra sem ljúka framhaldsskóla.
  3. Nýr og betri Lánasjóður
    Lánasjóður íslenskra námsmanna gegnir lykilhlutverki í því að tryggja jafnrétti til náms og hækka menntunarstig þjóðarinnar. Til að bæta enn frekar aðgengi að menntun og bæta aðstæður ungs fólks í samfélaginu ætlum við að setja ný lög um Lánasjóðinn.
    • 30% námslána breytist í styrk að námi loknu.
    • Mánaðarlegar greiðslur námslána í stað eftirágreiðslna.
    • Afnám ábyrgðarmannakerfis.
    • Námslán verði veitt nemendum í hlutanámi.
    • Námslán dugi fyrir framfærslu.
    • Skólagjöld í erlendum háskólum verði lánshæf.
    • Sérstakar ráðstafanir verði gerðar til að auðvelda fólki sem ekki lauk                framhaldsmenntun nýtt tækifæri til náms.
  4. Ókeypis námsbækur í framhaldsskólum. Við ætlum að auðvelda ungu fólki framhaldsskólanám með ýmsum hætti. T.d. að skólabækur í framhaldsskólum verði nemendum að kostnaðarlausu.
  5. Samræmd próf. Við ætlum að auka fjölbreytnina í grunnskólanum og mæta með nýjum hætti aðstæðum barna sem eiga við námserfiðleika að stríða. Við ætlum að hætta samræmdum prófum í núverandi mynd en leggja aukna áherslu á reglulegt fjölbreytt námsmat til að stuðla að framförum nemenda.
  6. Aðgerðir gegn leshömlun og öðrum námsörðugleikum. Við ætlum að stórbæta greiningu og meðferð vegna leshömlunar í skólum en talið er að á bilinu 10-20% barna eigi við leshömlun (dyslexíu og dyscalculu) í einhverri mynd að stríða. Námserfiðleikar þeirra og barna sem eru ofvirk eða með önnur þroskafrávik, eru ávísun á erfiðleika í framhaldsskóla síða. Þessum hópi þarf að sinna sérstaklega og tryggja að þau fái stuðning í skólakerfinu og allt gert til að gera þeim kleift að ljúka grunn- og framhaldsmenntun.
  7. Gjaldfrjáls menntun. Við ætlum að tryggja gjaldfrjálsa menntun frá leikskóla til háskóla til að skapa öllum jöfn tækifæri og vinna gegn vaxandi stéttskiptingu í þjóðfélaginu. Stéttlaus grunnskóli er eitt mesta verðmæti þjóðarinnar. Til þess þarf að styrkja tekjustofna sveitarfélaga umtalsvert til að þau geti boðið upp á ókeypis máltíðir í skólum, gjaldfrjálsa tómstundaiðkun og gjaldfrjálsan leikskóla.
  8. Menntun á landsbyggð. Við ætlum að efla starf framhaldsskóla og háskóla á landsbyggðinni með það fyrir augum að nemendur um land allt hafi sem jöfnust tækifæri til náms. Þáttur í menntasókn og byggðstefnu okkar felst í því að nemendur eigi sem víðast kost á framhaldsskólanámi í heimabyggð og byggja upp samstarfsnet háskólastofnana um land allt.
  9. Nýtt menntatækifæri fyrir fullorðna. Við ætlum að skapa nýtt tækifæri til náms fyrir þau 35-40% landsmanna á vinnumarkaði sem aðeins hafa grunnskólamenntun, efla fullorðinsfræðslu m.a. með því að bæta stöðu fræðsluneta og setja skýran lagaramma um fullorðinsfræðslu. Einnig þurfa reglur LÍN að taka mið af aðstæðum þessa hóps eins og áður sagði.
  10. Við ætlum að stórefla íslenskukennslu fyrir innflytjendur og börn þeirra og tryggja að börn innflytjenda njóti sömu tækifæra og þjónustu í íslenska skólakerfinu og önnur börn.
  11. Sveigjanlegt skólakerfi. Við viljum auka sveigjanleika í skólakerfinu með það fyrir augum að allir nemendur geti fundið nám við sitt hæfi. Þannig tryggjum við að hver nemandi fari á sínum forsendum í gegnum skólakerfið t.d. úr grunnskóla í framhaldsskóla og geti lokið námi á þeim hraða sem honum hentar. Nota á raunfærnimat til að tryggja fullorðnum með reynslu af vinnumarkaði auðveldari innkomu í skólakerfið.

Gaman í okkar bekk!

070507Það hefur sannarlega verið gaman að taka þátt í kosningabaráttu Samfylkingarinnar, stemningin hefur einkennst af bjartsýni og jákvæðni sem, ásamt sterkri málefnastöðu, mun án vafa skila okkur nokkrum prósentum til viðbótar fram á laugardag.

Var sjálfur að koma frá því að ganga í hús með rósir til kjósenda en Samfylkingin hefur undanfarnar 2-3 vikur gengið hús úr húsi, heilsað upp á húsráðendur og gefið þeim rós. Okkur hefur verið frábærlega vel tekið, oft boðið í kaffi og stundum pönnsur.

Við höfum verið með bæklinga eins og gengur og það er sérstaklega áberandi hvað fólki finnst mikið til um barnastefnuna okkar Unga Ísland. Það hreyfum við við málefni sem fólki finnst sannarlega kominn tími til að tekið sé á en auðvitað verður líka mörgum tíðrætt um málefni aldraðra og biðlista svo eitthvað sé nefnt.

Í dag kynntum við svo fjárfestingarátak Samfylkingarinnar í menntamálum. Það er athyglisvert að ef við getum hækkað menntunarstig þjóðarinnar um eitt ár á mann að meðaltali þá má reikna með að það skili um 40 milljarða aukningu í þjóðartekjur.

Þetta gæti kostað um 12 milljarða allt í allt á næstu 8 árum - arðbærari fjárfestingar eru vandfundnar! Eins og ég hef alltaf haldið fram, hausinn á Íslendingum er stærsta auðlindin og ólíkt náttúru landins þá stækkar þessi auðlind því meira sem hún er virkjuð.

Þetta er allt á réttri leið, stemningin er góð og málefnin sem við setjum á oddinn afar þörf.
Þrjátíu prósenta múrinn er skammt undan - koma svo!


mbl.is Samfylking og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir Haarde hafnaði Live Earth!

Í janúar var Geir Haarde forsætisráðherra sent bréf þar sem Íslandi var formlega boðið taka þátt í Live Earth tónleikaröðinni sem haldin verður 7. júlí í sumar. Tónleikaröðin er haldin til að vekja athygli á umhverfismálum, með sérstaka áherslu á hitnun jarðar, afleiðingar þess og leiðir til að draga úr skaða af völdum hækkandi hitastigs.

Hróður íslenskra tónlistarmanna, íslensk náttúra og þekking Íslendinga á umhverfisvænni orku var það sem vakti áhuga forsvarsmanna Live Earth á Íslandi sem einum af tónleikstöðum Live Earth. Rio de Jenero, New York, London, Shangai, Sidney og Höfðaborg munu taka þátt í tónleikaröðinni sem verður meiri háttar viðburður, í stíl við Life Aid tónleikana ´85, en áætlunin var sú að íslenski þáttur tónleikanna yrði haldinn á Miklatúni, eins og tónleikar Sigurrósar sl. sumar.

Reiknað er með því að um 2 milljarðar muni horfa á tónleikana í beinni útsendingu. Margir heimsfrægir listamenn voru væntanlegir hingað til lands í tilefni af tónleikunum auk þess sem þátttaka í tónleikunum hefði gefið íslensku tónlistarfólki stórt tækifæri til að kynna sig og tónlist sína.

Eins og fram kom í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag fóru íslenskir samstarfsaðilar fram á að ríkið legði fram styrk að upphæð 25 milljónir til að gera þetta að veruleika. Heildarkostnaður er áætlaður um 80 milljónir króna en vegna dræmra svara frá Geir Haarde hafa íslenskir aðstandendur lækkað styrkbeiðni sína niður í 15 milljónir. Það þarf ekki að taka fram að Geir hafnaði.

Það er e.t.v. ekki að undra að ríkisstjórn hafni framtaki eins og þessu, ríkisstjórn sem allt fram á síðasta ár hafa, líkt og Bush Bandaríkjaforseti, hafnað kenningum vísindasamfélagsins um að hlýnun jarðar sé af manna völdum.

Það þarf vart að taka fram að Samfylkingin mun ekki hafna tilboði um að taka þátt í heimsátaki til verndar lífi á Jörðinni ef hún kemst í ríkisstjórn. Kosningar eru 12. maí, tónleikarnir eru 7. júlí.

Það er kominn tími til að hafna þessari ríkisstjórn.


Ingibjörg Sólrún valin áhrifamesta kona landsins af DV

Í inngangstexta DV segir:

isg myndForsætisráðherraefni Samfylkingarinnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er áhrifamesta kona landsins. Fast á hæla hennar fylgir Björg Guðmundsdóttir og þvi næst Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Ingibjörg Sólrún er sögð fyrirmynd, umdeild, fyrsta konan til að sigra raunverulegt valdavígi karla og eigi eftir að sigra fleiri.

Kemur ekki á óvart - en gaman þó.

 


Leyndardómurinn upplýstur

Dularfulla misræmið á milli fylgiskönnunar Capacent í Kraganum í gær og þeirrar könnunar sem birtist sundurliðuð í Mogganum í morgun hefur verið upplýst.

Skv. upplýsingum frá Capacent var úrtakið mikið stærra í þeirri sem birt var í útvarpsfréttum í gær, á bak við hana eru 539 svör en aðeins 61 svar í könnuninni sem birt er í Mogganum í dag. Það er afar ánægjulegt fyrir Samfylkinguna en þetta þýðir í raun að þegar Capacent vandar sig og tekur stærra úrtak þá mælist Samfylkingin mun betur og Sjálfstæðisflokkurinn verr. Kannski hefur þetta líka með það að gera að í nákvæmari útgáfunni er aðeins verið að spyrja um afstöðu til flokkanna en ekki afstöðu til sjampótegunda, banka eða skyndibita.

Þegar borin er saman útkoman á "venjulegr" Capacent könnun og nákvæmri Capacent könnun í Kraganum er niðurstaðan þessi:

"Venjuleg" könnun Capacent 25. - 1. maí
D   42,9%
S   25,9%

Ýtarleg könnun Capacent 25. - 2. maí
D   41,6%
S   29,7%

Þetta styrkir mig enn í þeirri trú að kannanir Félagsvísindastofnunar séu mun marktækari en þessar venjulegu hjá Capacent.


Rausnarskapur Sjálfstæðismanna = 691 króna!

Rakst á þessa ágætu færslu Örnu Schram, blaðakonu, um "bættan" hag eldri borgara vegna aðgerða sjálfstæðismanna.

Vinur minn ellilífeyrisþegi hugsaði sér gott til glóðarinnar, er hann las grein Illuga Gunnarssonar, frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins, í Fréttablaðinu nú nýverið.

Í greininni segir Illugi: “Á undanförnum misserum hefur verið gripið til ýmissa aðgerða til að bæta hag eldri borgara. Er þar skemmst að minnast að í desember síðastliðnum var veruleg hækkun á greiðslum úr almannatryggingum og dregið var úr tekjuskerðingum, bæði vegna eigin tekna og vegna tekna maka.”

Ellilífeyrisþeginn leit á seðla sína frá Tryggingastofnun ríkisins, þ.e. greiðsluseðlana vegna lífeyristrygginganna, og leitaði að þessari verulegu hækkun. Bjóst við að minnsta kosti einhverjum þúsund köllum til viðbótar.

Skemmst er frá því að segja að hann fann ekkert. Leitaði því til Tryggingastofnunar til að fá útskýringar á þessu. Gæti verið að hann hafi gleymst?

Eftir nákvæma útreikninga sérfræðinga TR kom svo eftirfarandi í ljós: Hann hafði hækkað um samtals 691 kr. á mánuði. Þær krónur voru með öðrum orðum þessi “verulega hækkun” sem frambjóðandinn talaði um.

Þess má geta að þessi umræddi vinur minn, ellilífeyrisþeginn, fær líka einhverja peninga úr lífeyrissjóði, sem hann hefur greitt í á þeim fimmtíu árum sem hann starfaði á vinnumarkaði. Auk þess er maki hans með útborguð laun, eitthvað í kringum 120 þúsund kr. á mánuði. Þessar tekjur hafa áhrif, til lækkunar, á greiðslurnar frá TR. Þá eru greiddir skattar af greiðslunum frá lífeyrissjóðnum.

En eins og áður sagði er niðurstaðan þessi: 691 króna.

Hann hefur verið að velta því fyrir sér hvaða “munað” hann geti veitt sér vegna þessarar “verulegu hækkunar.”

  • Jú, hann leggur sig fram um að borða mikinn fisk, samkvæmt læknisráði, og getur því keypt 0,4 kg af steinbíti til viðbótar á mánuði…þ.e. ef hann labbar í fiskbúðina.
  • Hann gæti líka sleppt fiskinum, og labbitúrnum út í búð, og gert eitt af eftirfarandi hlutum:
  • Hann getur farið í eina bíóferð á mánuði…þ.e. ef hann fer út í hléi.
  • Hann getur farið tvisvar á mánuði á kaffihús… þ.e. ef hann kaupir einn kaffibolla í annað skiptið, en te, sem er ódýrara í seinna skiptið. Ekkert meðlæti.
  • Hann getur farið á barinn, einu sinni í mánuði…og keypt sér tvo þriðja af rauðvínsglasi.
  • Hann getur keypt sér nýjar nærbuxur í Hagkaupum einu sinni í mánuði…þ.e. aðra skálmina.
  • Hann getur keypt blóm handa konu sinni einu sinni í mánuði…þ.e. rósabúntið sem er á síðasta séns. (Lesist: Rósirnar þrjár sem hvort eð er átti að henda).

Með Sjálfstæðismenn að vinum þarf maður tæpast á óvinum að halda!


Hrun D lista í SV kjördæmi í kjölfar 1. maí?!!!

Maður kippir sér nú ekki upp við að skoðanakannanir séu misvísandi, það er alvanalegt og þannig hefur t.d. Capacent ævinlega sýnt Samfylkinguna lægri og Sjálfstæðisflokkinn hærri en Félagsvísindastofnun. Ég tel að sjálfsögðu Félagsvísindastofnun gera betri könnun og hef fært fyrir því nokkur rök.

Hitt er nýtt að það sé misræmi innan sömu könnunar. Það gerist núna hjá Capacent og er forvitnilegt að bera saman tvær niðurstöður úr sömu könnun í SV kjördæmi. Eini munurinn er að önnur er með svörum frá 25. apríl til 1. maí en hin frá 25. apríl til 2. maí.

25. - 1. maí
D   42,9%
S   25,9%

25. - 2. maí
D   41,6%
S   29,7%

Eina skýringin á þessu er að á einum sólarhring 2. maí hefur Sjálfstæðisflokkurinn tapað 1,3% og Samfylkingin bætt við sig 3,8%! Að fylgið hafi hreinlega hrunið af Flokknum í kjölfar 1. maí hátíðarhaldanna!

Þessu má að sjálfsögðu taka með vara, eins og reyndar skoðanakönnunum yfireitt. Þegar ein og sama könnunin er orðin misvísandi er réttast að slá þessu upp í grín.

Vil í því sambandi mæla með hinum bráðskemmtilegu Bombay auglýsingum, hér eru þrjár.

Jón Sigurðsson æfir sund

Ástu Möller afneitað af Sjálfstæðisflokknum eftir klúðrið á Stöð 2

Árni Matt og skattamálin


Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig!

Samfylkingin hækkar jafnt og þétt, rétt eins og hitastigið. Spái rúmlega 30 stiga hita 12 maí!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband