Ofurviðkvæmir karlpungar

Alveg er það ótrúlegt hvað ákveðinn hópur karlpunga verður önugur og uppstökkur þegar Ingibjörg Sólrún opnar munninn. Sér í lagi ef hún talar um valdníðslu Sjálfstæðisflokksins sem þó varla nokkur maður getur borið á móti.

Á meðan ríkissaksóknari hefur verið sendur eins og rakki eftir Baugsfólkinu hefur hvorki verið til tími eða peningar til að takast á við olíusvikarana sem þó liggur ljóst fyrir að eru sekir eins og syndin og viðurstyggileg nauðgunarmál hafa spillst og fyrnst vegna áhugaleysis yfirvalda.

Til að fá enn ljósari mynd af þessum valdasjúka og einræðislynda flokki getum við rifjað upp hlerunarmálin sem enn sér ekki fyrir endann á. Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn hefur í áratugi rekið leyniþjóðustu sem meira og minna hefur verið stýrt ofan úr Valhöll.

Það er líka hægt að rifja upp hvernig lögregla, undir dómsmálaráðherrum Sjálfsstæðisflokks, hefur ítrekað farið með friðsama mótmælendur, hvort heldur sem er við Snæfell eða við heimsóknir stórhöfðingja. Flestir Íslendingar minnast þess með skömm þegar Sólveig Pétursdóttir og Davíð Oddsson létu loka nokkra tugi Falun Gong félaga inni í skóla á Reykjanesi án dóms og laga.

Það er af nógu að taka en e.t.v. við hæfi að enda þessa samantekt á því að minnast á það hvernig aldraðir og öryrkjar hafa ítrekað þurft að draga stjórnvöld fyrir Hæstarétt til að láta þau standa við gerða samninga.

Það er lýsandi fyrir hroka og valdfirringu Sjálfstæðismanna að Davíð Oddsson sagði þegar Harpa Njálsdóttir kynnti skýrslu um fátækt á Íslandi "Harpa Njálsdóttir, er sú manneskja til?" og um það að sífellt fleiri leita á náðir Mæðrastyrksnefndar sagði hann: "Þar sem eitthvað er ókeypis mun alltaf myndast röð"!

Alltaf þegar Ingibjörg Sólrún hefur talað um þessa valdníðslu og valdhroka Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðin tegund af karlpungum farið á límingunum.

Í fyrsta lagi þola þeir ekki gagnrýni á hagsmunasamtök þröngsýnna karlpunga, Sjálfstæðisflokkinn, og hins vegar þola þeir alls ekki að það sé bent á misréttið í samfélaginu - þar sem konum er ævinlega haldið niðri og því haldið fram að fátækt fólk sé ekki til. Ekki nóg með það heldur er því líka haldið fram að fólk sem bendir á að til sé fátækt fólk sé heldur ekki til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Frekar ertu einlitur Dofri.

Þú hefur líka allan rétt á því.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.1.2007 kl. 20:30

2 identicon

Kannski rétt að bæta því við að Dofri fer ekki með rétt mál hér að ofan - ekki í fyrsta skipti.

Davíð Oddsson lét þessi orð falla því að vinstri menn og þá sérstaklega Ingibjörg Sólrún gerðu mikið úr þessari skýrslu á sínum tíma. Mig minnir að ISG hafi kallað hana Biblíuna sína (þori þó ekki að fullyrða það) en hún allavega talaði mjög mikið um hana.

Þangað til að einhver benti á að Harpa Njáls sagði í skýrslu sinni að ástand hinna fátæku hafi versnað þegar framlög Reykjavíkurborgar (undir stjórn ISG) hefðu minnkað stórlega til þeirra sem minna mega sín fjárhagslega. Þegar umræðan þagnaði snögglega og vinstri menn vildu ekki ræða þetta frekar, lét Davíð þau orð falla að það væri eins og Harpa Njáls væri allt í einu ekki til.

Dofri , þú hins vegar kýst að kalla þetta dæmi um hroka og sleppir aðalatriðunum. Af hverju?

Gisli Freyr Valdórsson (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 21:51

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Rétt athugað.

Ég held að ein aðal skýringin á dvínandi fylgi sé að umræðan er svo oft innistæðulaus, að fólk fælist þegar það hefur eftir "sínum mönnum" og fá svo í hausinn að ekki var rétt farið með.

Almenningur hefur kynnst því á nær sextán ára samfelldri ríkisstjórnarforystu Sjálfstæðisflokksins að orð þeirra hafa vægi og ekki er fleiprað um menn og því síður málefni.

Ég held nú að Dofri verði fljótur að læra snúi hann sér að því.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.1.2007 kl. 22:54

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

P.s. Ég held að honum ratist þó satt orð á munn þegar hann kallar mig ofurviðkvæman karlpung.

Ég held að það sé smá þroti í öðru eistanu.

Kannski of mikill þrýstingur, hver veit?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.1.2007 kl. 22:56

5 identicon

Sjálfum finnst mér nú Ingibjörg líkjast æ meir karlpungi. 

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 23:31

6 Smámynd: Kristján Pétursson

Af hverju er íhaldinu svona mikið í nöp við Ingibjörgu Sólrún?Einfaldlega af því þeir eru hræddir við hana.Íhaldið veit að hún er mjög sterkur leiðtogi,hæfileikarík og sókndjörf eins og hún sýndi sem borgarstj.þegar hún felldi ihaldið þrisvar sinnum.Hér á blogginu og í dagblöðum virðast ákveðnir íhaldsmenn hafa það að aðalstarfi að ófrægja hana og níða niður.Vissulega ber það árangur ,því þorri kjósenda er áhugalaus um pólutísk málefni.Ef þú lýgur nógu oft og lengi eins og íhaldið gerir varðandi Ingibjörgu Sólrún, nær það oft að festa rætur.Svona illgresi þarf jafnóðum að hreinsa svo það breiði ekki úr sér.Það er verkefni okkar Samfylkingarmanna.

Kristján Pétursson, 27.1.2007 kl. 23:56

7 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Voðalega þætti mér vænt um ef Dofri nú eða Ægir eða Kristján  nú eða aðrir Samfylkingarmenn/konur myndu svara ábendingu Gísla Freys hér að ofan því þetta var nefnilega nákvæmlega svona. hörpu var hampað af Ingibjörgu þar til hún áttaði sig á að Harpa benti á verri kjör fætækra undir forystu R listans og Ingibjargar. Haldið þið virkilega að fólk sé fífl og muni þetta ekki er á hólminn er komið

Guðmundur H. Bragason, 28.1.2007 kl. 01:33

8 identicon

Ágæti Guðmundur. Þú spyrð hvort við höldum að fólk sé fífl, það er gaman að þú skulir nota þetta orðalag því það er einmitt upprunnið frá sjálfstæðismanni, einum af aðalspilurunum í olíusamráðsmálinu sem ekki hefur verið neinn peningur eða mannafli til að rannsaka af því bláa höndin vildi að öllum kröftum væri beint að Baugi.

En fólk er nefnilega ekki fífl og þess vegna dettur engum í hug að það sé Ingibjörgu Sólrúnu að kenna að fátækt og misskipting hefur jafnt og þétt aukist undir stjórn Sjálfstæðismanna. Reykjavíkurborg sem undir forystu Ingibjargar Sólrúnar einsetti grunnskólana, leysti úr brýnni þörf leikskólabarna og hefði drifið í uppbyggingu öldrunaríbúða ef Geir Haarde hefði ekki bannað Jóni Kristjánssyni að standa við samkomulag þess efnis við borgina en þess í stað stolið peningum úr framkvæmdasjóði aldraðra til að nota í rekstur.

Mér þykir líka dálítið gaman að sjá að þið mótmælið í engu öllu hinu sem ég tel upp í pistlinum til vitnis um valdhroka og -níðslu Sjálfstæðismanna. Tek því svo að þögn sé sama og samþykki. Enda um fátt annað að ræða. Fólk er ekki fífl.

Dofri Hermannsson (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 02:14

9 identicon

Menn mótmæla vissulega í engu þessu sem þú telur upp í pistlinum því það er ekki dæmi um valdhroka og níðslu.
Það væri hinsvegar vissulega valdhroki og níðsla ef menn færu að hækka skatta, taka innflytjendur eða minnihlutahópa af lífi, ganga í Evrópusambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu og þjóðnýta nokkurn hlut á friðartímum.


Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 03:16

10 Smámynd: Dofri Hermannsson

Það hefur enginn talað um að hækka skatta, fara illa með innflytjendur eða ganga í ESB án þjóðaratkvæðagreiðslu. Maður þarf held ég að hafa alveg sérstakt hugarfar til að láta sér detta það í hug.

Náttúra landsins hefur hins vegar verið þjóðnýtt með óafturkræfum hætti og núverandi ríkisstjórn hefur komið því þannig fyrir að erfitt er að snúa til baka af þeirri braut. Þá hefur ríkisstjórnin undir forystu Sjálfsstæðisflokksins farið ránshendi um eignarlönd bænda um allt land með kröfum sínum um svokallaðar þjóðlendur.

Annað sem mætti bæta á afrekalista Sjálfstæðismanna er hvernig þeir heykjast á því núna þriðju kosningarnar í röð að kveða skýrt upp úr með það hver á fiskinn í sjónum. Þó er þetta ein af landsfundarsamþykktum Sjálfstæðismanna og bundið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Getuleysi Sjálfstæðismanna til að takast á við þetta mál er algert og blasir við öllum.

Dofri Hermannsson, 28.1.2007 kl. 03:36

11 identicon

Ha, enginn? Kannski þorir enginn að viðurkenna það núna sem stendur. En Ingbjörg hækkaði útsvarið í Reykjavík þegar hún var borgarstjóri. Útsvar er skattur eins og þú veist.
Það er einn flokkur sem langar til að slátra eða allavega losa sig við innflytjendur við fyrsta tækifæri. Svo er nú margur landráðamaðurinn sem langar til að ganga í ESB. Þó það sé vissulega borin von að þeir komist í stöður til að knýja á um algera uppgjöf fullveldis þá er vilji þeirra fyrir hendi og augljós.

Hvað varðar náttúru landsins, þá var það ekki sjálfstæðisflokkurinn sem ákvað að láta Háskólann í Reykjavík fá land við flugvöllinn og eyðileggja þar með risavaxið útivistarsvæði í hjarta Reykjavíkur. Væri það kappnóg, ef þar með væri ekki í leiðinni vegið gegn göfugustu stofnun Íslendinga, Landhelgisgæslunni.

Það er vissulega lénskerfi í fiskveiðistjórnuninni og ekki er það alfullkomið. En þegar um tvo kosti er að ræða, engan fisk sem allir mega veiða og mikinn fisk sem sumir mega veiða þá hlýtur annar kosturinn að vera betri. Rétt eins og þegar lénskerfum var komið á í fyrndinni, þegar spurningin var hvort ekki væri betra að veita einhverjum lén svo hann gæti nú stöðvað morðóða ræningjahópa og bjargað þar með lífum fólks í stað þess að leyfa þeim að fara sína leið með drápum og ránum.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 15:15

12 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

"Af hverju er íhaldinu svona mikið í nöp við Ingibjörgu Sólrún?Einfaldlega af því þeir eru hræddir við hana.Íhaldið veit að hún er mjög sterkur leiðtogi,hæfileikarík og sókndjörf.........."

Tilvitnuð orð Kristjáns Péturssonar.

Ingibjörg Sólrún hefur ekki vandað okkur sjálfstæðismönnum kveðjurnar í gegnum tíðina og ekki förum við að taka sérstakt tillit til kynferðis hennar eða hvað

Framkvæmdastjórinn Dofri kallar okkur "ofurviðkvæma karlpunga".

Ekki eru eingöngu sjálfstæðismenn sem pissa standandi sem gagnrýna ISG.

Mér skilst að Jón Baldvin Hannibalsson hafi gert slíkt hið sama á Agli í dag.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.1.2007 kl. 18:54

13 Smámynd: Andrés Magnússon

Bara svo því sé til haga haldið, að víst var það Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, núverandi formaður Samfylkingarinnar, sem kallaði bók Hörpu Njálsdóttur nýju biblíuna sína. Það gerði hún í síðari ræðu sinni í Borgarnesi..

Andrés Magnússon, 1.2.2007 kl. 19:01

14 Smámynd: Dofri Hermannsson

Big deal! Hver er punkturinn?

Dofri Hermannsson, 1.2.2007 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband