31.8.2007 | 16:12
Eru stjórnendur ekki með réttu ráði?
Í vor fannst manni nú eiginlega alveg á mörkunum þegar Steingrímur Ólafsson, einn helsti spunakarl fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, var gerður að stjórnanda Íslands í dag, korteri fyrir kosningar.
Að munstra hann því næst í stöðu fréttastjóra fannst manni ótrúlegur gjörningur. Það eru flestir á fréttastofu Stöðvar 2 með meiri reynslu og ég hefði t.d. gjarna viljað sjá konur eins og Lóu Aldísardóttur eða Láru Ómarsdóttur fá þessa ábyrgð.
Líklega var það af því mann langaði svo mikið að eiga vandræðalaust sumar dálítið lengur sem maður gerði ekki annað en að hrista höfuðið yfir þessari ráðningu. Sumarið er hins vegar búið og nú þegar hinni ágætu fréttakonu Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur hefur verið sagt upp störfum án skýringa þá finnst manni alveg komið nóg af framsóknarmennskunni.
Minnugur þess þegar Framsókn reyndi að taka yfir fréttastjórnina á Rúv fyrir ekki svo löngu síðan hlýtur maður að spyrja...
- Hvað eru stjórnendur Stöðvar 2 að hugsa?
- Finnst þeim ráðning Steingríms líkleg til að auka trúverðugleika fréttastofunnar?
- Finnst þeim það auka trúverðugleika hennar að reka einn af öflugustu fréttamönnum sínum án annarra skýringa en að hún hefur sagt það sem allir hugsa - ráðning Steingríms getur vart verið byggð á faglegum forsendum?
- Já, þegar stórt er spurt!!!
Þóru Kristínu sagt upp á Stöð 2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 490977
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Athugaðu hvað þú segir áður en þú ferð af stað með pólitíksan áróður sem snertir heiður fólks ! Reyndu að nálgast hlutina einu sinni út frá staðreyndum og háttvísi og fjallaðu um störf og aðferðir viðkomandi en ekki eins og þú og margir í þínum flokki gera sem hafa alist upp í pólitík með þeirri taktík að stunda skítkast og áfrægingaráróður. Þó að það sé pólitík í flestu þá má ganga of langt og líttu þér nær á þig og þína kunningja í Samfylkingunni, reyndu að vera það sem þú þykist vera.. sanngjarn :)
Ólafur (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 16:45
Verð að taka undir með Ólafi. Horfðu á verk hans á stöð2 og gagnrýndu þau ef þú getur. Sveiattan
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.8.2007 kl. 16:57
Líklega eru þeir að reyna að halda sjálfstæði fréttastofunnar gangandi, vilja líklega ekki lenda í sömu hremmingum og þvælu, og þegar fréttamenn á Útvarpinu urðu kolvitlausir yfir ráðningu annars framsóknarmanns.
Fyrir utan það að stjórnendur stöðvar 2 hafa nú frekar hallað sér að þínum flokki, en nokkurn tímann framsóknarflokknum. Þannig að ég átta mig ekki á hasarnum.
Finnst þér að ráðning Steingríms rýri trúverðuleika fréttastofunnar ? Kannski var rýrnun trúverðugleikans komin vel á veg með þeim Róberti Marshall, Þóru Kristínu, Heimi Má og fleiri Samfylkingarfólki , gæti það verið ?
Mikið er 365 heppið að þurfa ekki að fara í gegnum annað eins bull system eins og útvarpsráð er á RÚV , því þá væri flokkapólitíkin í ráðningum enn meiri en hún hugsanlega er.
Ég ætla rétt að vona að einkahlutafélag sjái sér hag í því að ráða hæfasta einstaklinginn, ef það er ekki haft að leiðarljósi, þá hefði maður áhyggjur ef maður væri eigandi félagsins.
En nú er þannig komið að fólk ræður á hvorn fréttatímann það horfir, og ég legg til að ef fréttastofan er að missa trúverðugleikann að þá stillir þú yfir á RÚV og getur þá líklega verið viss um að þar ræður "fagmennskan EINGÖNGU ríkjum í mannaráðningum" hehe !
Ingólfur Þór Guðmundsson, 31.8.2007 kl. 16:58
Það er engin launung að Þóra Kristín var vöruð við því fyrir nokkrum mánuðum síðan að berjast gegn virkljunum í neðri-Þjórsá. Hún sagði sig frá allri umfjöllun um þau mál en það hefur ekki dugað fyrir Landsvirkjunarríkið í ríkinu.
Ævar Rafn Kjartansson, 31.8.2007 kl. 22:41
Þetta er hræðilegt ég er sammála þér Dorfi.
Óðinn Þórisson, 1.9.2007 kl. 10:25
Mér þótti þessi ráðning Steingríms fréttastjórastöðu, einstaklega vafasöm með tilliti til hvernig hann notfærði sér aðstöðu sína í kosningabaráttunni þegar Jónínu-mál kom upp. Þar tók hann spin doctor á þetta, dröslaði tengdadóttirinni í viðtal sem var svo greinilega próducað fyrir damage control, að allt álit manns á honum sem e.t.v. hlutlausum manni fauk.
Það getur aldrei annað en skaðað trúverðugleika fréttastofu þegar maður sem er jafn pólitískur og síður en svo hlutlaus í vinnubrögðum, er gerður að fréttastjóra. Það rýrir álit fóks á heiðarleika og áreiðanleika frétta þar og vekur upp vissa tortryggni um hvað verði falið í leiðinni og ekki sagt í fréttum. Ég lít á þetta þannig að Stöð 2 sé einfaldlega að FOX NEWS-væðast í fréttaflutningi og muni ef þetta sé þróunin, vera áróðursfréttastöð en ekki alvöru fréttamennska.
AK-72, 1.9.2007 kl. 10:25
Kvur er þessi Ólafur
Gestur Gunnarsson , 1.9.2007 kl. 13:27
Bíddu ... eru ekki allir Framsóknarmenn, það er að segja sem voru á ríkis-spenanum, að missa vinnuna sína. Ekki seinna vænna að bregðast við því. Kannski endar allt dótið á 365-miðlum. Er það ekki bara upplagt?
Gísli Hjálmar , 1.9.2007 kl. 17:51
Áhyggjur ykkar yfir trúverðugleika fréttastofu Stöðvar 2 eru skiljanlegar, en sennilega er of seint að grípa um botninn, það er allt þegar komið í buxurnar hjá þeim greyjunum. Það er eina vonin að eigendurnir sjái að sér og hætti þessari afskiptasemi. Það er nebbninlega ekki góður bíssness að vera að blanda saman pólitík og fréttaflutningi..
Ólafur Jóhannsson, 1.9.2007 kl. 19:29
Ekki ætla ég mér að verja trúverðugleika fréttastofu stöðvar tvö, hún hefur oft verið vafasöm, sérstaklega þegar samfylkingarandinn hefur svifið þar yfir vötnum (Robert Marshall) En gagnrýni á Steingrím þarf að vera málefnalegri en þetta. Og að nefna þetta Jónínumál í athugasemd 7 er afskaplega aumt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.9.2007 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.