Whale Travel Fund?

Það væri gaman að vita hvar Kristján Loftsson hefur fengið peninga til að setja í ferðasjóð þessara dauðu hvala. Það hlýtur að kosta skildinginn að fara á veiðar, gera að dýrunum, geyma kjötið í frysti á Íslandi misserum saman og senda það í ferðalag þvert yfir hnöttinn til þess eins að geyma það svo í frysti í Japan þangað til hægt er að farga kjötinu. Gegn greiðslu, væntanlega.

Hver er að borga í Whale Travel Fund? Skattgreiðendur?


mbl.is Grænfriðungar segja að hvalkjöti verði hugsanlega eytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þetta eru góðar spurningar sem ég hef velt fyrir mér lengi. Það þarf að kanna þetta svo sannarlega!

Úrsúla Jünemann, 26.8.2008 kl. 21:08

2 Smámynd: Stefán Gíslason

Þetta er allt hið besta mál. Sparar urðunarpláss í Fíflholtum. Bara spurning hvort þetta brjóti nokkuð í bága við Baselsamninginn um flutning úrgangs milli landa.

Stefán Gíslason, 26.8.2008 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband