6.8.2009 | 22:10
Ærlegur Steingrímur
Ég tek undir með Dögg Pálsdóttur sem í bloggfærslu við þessa frétt segir Steingrím hafa sýnt fáséð pólitískt hugrekki með orðum sínum í Kastljósi í kvöld. Það er mikið hól frá pólitískum andstæðingi.
Fyrst og síðast fannst mér Steingrímur ærlegur. Hann er, eins og ríkisstjórnin öll, í gríðarlega erfiðri stöðu og getur svo sannarlega ekki valið úr sætu bitana. Hann tekur því sem að höndum ber, lætur skammtímavinsældir ekki villa sér sýn en reynir af heiðarleik að spila sem allra best úr þeim vondu spilum sem þjóðinni hafa verið gefin.
Ég tek hatt minn ofan.
Svigrúm til að setja skilyrði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:11 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Steingrímur sagði líka að Icesave samningurinn væri sérlega hastæður vegna þess að án hans væru kröfur Tryggingasjóðs aftar í kröfuröðinni en kröfur almennra innistæðueigenda.
Maðurinn sem er búinn að vera að vinna í endurreisn fjárálakerfisins hlýtur að vita að tryggingasjóðurinn eignast forgangskröfu innistæðueigandans þegar hann hefur greitt út innistæðu.
Ekki er er hann ærlegri en það.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 22:23
Hann sagði að dönsk og bresk lög væru þannig að kröfur innistæðueigenda hefðu forgang fram yfir innistæðutryggingasjóð. Því væri heppilegt að það skyldu ekki vera forsendur samninganna.
Dofri Hermannsson, 6.8.2009 kl. 23:06
Og hvað með það að hann haldi að dönsk og bresk lög væru þannig..
þetta var íslenskur banki eins og við erum heldur betur búin að brenna okkur á, útibú sem á sitt varnarþing á lækjatorgi... ég á eftir að sjá héraðsdóm reykjavíkur taka dönsk lög ofar íslenskum.
nafnlaus (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 23:54
Yfirburðamaður Steingrímur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.8.2009 kl. 01:40
Kröfur Breta og Hollendinga byggja beinlínis á því að um íslensk þrotabú sé að ræða. Það er ekkert inn í myndinni að þessu verði skipt eftir breskum eða dönskum lögum.
Þetta var ömurleg spunatilraun af hálfu Steingríms.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 01:59
Ómar hann er ekki yfirburðarmaður frekar en nokkur flokksgæðingur í íslenskum stjórnmálaflokk, enda eru íslensk stjórnmál líkust skipulagðri glæpastarfsemi og er þar ekkert undan dregið.
Einar Þór Strand, 7.8.2009 kl. 08:30
Það er auðvelt að standa á hliðarlínunni og skammast.
Finnur Bárðarson, 7.8.2009 kl. 10:40
Herra Strand.
Ósköp er þetta nöturleg fórnarlambssýn sem þú býður upp á. Að allir stjórnmálamenn séu eins er jafn fáránlegt og að segja að allt fólk sé eins. Ég get vel haft skilning á líkingu við skipulagða glæpastarfsemi (þótt mér þyki það djúpt í árinni tekið) þegar talað er um einkavæðingu bankanna og ýmissa ríkisfyrirtækja t.d. ÍAV sem úttekt var á í blöðunum í vikunni. Hitt er ég ekki tilbúinn að kvitta upp á að allir stjórnmálamenn séu undir sömu sök seldir. Það er fáránleg alhæfing.
Staðreyndin er sú að undanfarin 10-15 ár hefur margt breyst í viðskiptalífinu. Við urðum aðilar að EES sem losaði mikið um viðskipti en auk þess var farið af stað með að einkavæða allar helstu eigur ríkisins. Eins og frægt er orðið lentu eigur ríkisins ekki bara í höndunum á "vel völdum aðilum" heldur líka í höndum á "götustrákum" en báðir aðilar fjármögnuðu kaup sín á eignunum að langmestu og yfirleitt öllu leyti með lánum.
Hið frábæra góðærisskeið sem Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur hafa hreykt sér af var tekið að láni. Skuldsetning fyrirtækja og heimila í landinu hefur margfaldast á þessu tímabili og kaupmátturinn sem sömu flokkar hældust um af var líka tekinn að láni.
Hörð atlaga var gerð að "eftirlitsiðnaðinum" af hálfu Sjálfstæðismanna allan síðasta áratug. Kvikmyndaleikstjóra sem var náinn vinur forsætisráðherra voru m.a.s. útvegaðir peningar til að gera hræðilega vonda mynd sem átti að vera ádeila á "eftirlitsiðnaðinn". Þjóðhagsstofnun var lögð niður í geðillskukasti.
Þvert á viturra manna ráð var endalaust slegið í þegar þó var orðið ljóst að hagvöxtur og kaupmáttaraukning voru tekin að láni. Það var farið í Kárahnjúkavirkjun sem aldrei skyldi verið hafa. Stýrivextir voru hækkaðir á innlendan gjaldeyri sem hafði engin áhrif á neyslu almennings og lántöku fyrirtækja því þau hófu að taka lán í erlendri mynt. Nýtt heimsmet í viðskiptahalla var slegið ársfjórðungslega.
Nú er komið að skuldadögum. Spilaborgin hrunin og margir standa sárir eftir. Sem betur fer eru þeir ekki við völd sem stýrðu okkur inn í þessi ósköp heldur er hér við stjórnina fólk sem hefur þá sýn á framtíðina að hér eigi að byggja upp velferðarsamfélag í anda jöfnuðar að norrænni fyrirmynd.
Fólk eins og Steingrímur, Jóhanna og ótal flokksfélagar þeirra vinna dag og nótt, oft við lítinn skilning og mikið vanþakklæti, að því að laga til eftir svallveisluna. Auðvitað eru þau ekki fullkomin frekar en annað fólk en þau eru ærlegt fólk sem virkilega er að leggja sig fram um að koma landinu á réttan kjöl þótt þau viti vel að það getur kostað þau og flokka þeirra miklar óvinsældir. Þau eiga heiður skilinn.
Dofri Hermannsson, 7.8.2009 kl. 10:54
Hvernig stendur á því að Þegar Dofri skrifar, þá er eins og Samfylking hafi hvergi komið nærri stjórnartaumunum á þeim tíma þegar mest innflæði af þessum peningum sem ollu hruninu átti sér stað. Ekki nóg með að Samfylking hafi verið í ríkisstjórn þegar þetta gerðist, heldur var viðskiptaráðuneytið einnig undir stjórn Samfylkingarinnar!!!! Af hverju stóð t.d. Björgvin G. Sigurðsson svona harður gegn því að bankaleyndin (orð sem hann notaði fyrstur Íslendinga) væri rofin og reikningar manna sem eru grunaðir um að hafa rústað þessu dóti hérna skoðaðir?
Samfylking er líka búin að vera í ríkisstjórn síðan hrunið átti sér stað. Flokkurinn hefur farið með viðamikil ráðuneyti. Samt hefur ekkert gerst, nákvæmlega ekki neitt af hálfu stjórnarinnar. Það er hægt að nefna tvö atriði sem hafa miðað rannsókn fram veginn
a) Koma Evu Joly á þennan vettvang. Það var ekki fyrir tilstilli Samfylkingar
b) Leki frá þessari bresku auglýsingastofu á lánabók KB banka til fréttastofu samfylkingar, nei ég meina RUV.
Af hverju hefur ekkert gerst Dofri? Er það út af því að fólkið sem situr í ríkisstjórninni er ekki nægilega samstíga? Er það vegna þess að ríkisstjórnin ræður engu í raun og veru? Er það vegna þess að ríkisstjórnin er að flétta eitthvað sem við vitum ekki um eins og t.d. varðandi ESB aðild? Eru forsvarsmenn flokkanna kannski bara orðin uppgefin og vonlaus og hafa ekki þann kraft sem til þarf?
Sú staðreynd að kúnnarnir séu farnir að mæta niður í KB banka með kjötaxir eða afgreiðslufólkið hjá tollstjóranum sé lúbarið í spað hlýtur nú að kveikja á einhverjum bjöllum hjá ykkur samfylkingarfólki? Þið störtuðuð einhverri "potta og pönnu" byltingu í haust. Þið vitið hvernig á að fara að. Hvað ef fólk ákveður nú að leggja göfflum og skeiðum og vatnsmálningu og ákveður að gera eitthvað róttækara? Er samfylkingarfólk ekkert orðið uggandi yfir ástandinu?
Það er ekkert farið að gera á vegum ríkisstjórnarinnar, annað en að hækka bensín og coca cola. Hvað gerist þegar ríkið fer að segja upp fólki, lækka laun, hækka verð á nauðsynjum og fara út í þann harða niðurskurð sem "yfirmenn" ríkisstjórnarinnar í AGS fara fram á? Hvað gera þá mennirnir sem mæta í bankann með kjötexirnar? halda þeir áfram að setjast fram í biðsalinn og lesa séð og heyrt, eða fer eitthvað annað af stað?
Mér finnst þetta fólk sem nú stjórnar vera mjög rólegt í tíðinni og ekki gera sér grein fyrir hver tónninn er í þjóðfélaginu. össur og co. verða að gera sér grein fyrir því hvernig ástandið er á íslandi, en ekki vera niðri í Brussel að skoða ástandið þar út og inn.
joi (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 12:14
Dofri minn þú ert á kafi í þessu þannig að það er ekki mikið á þér að græða, hvað varðar að menn séu að vinna hörðum höndum í að leysa úr málunum þá er það gert með að koma okkur lóðbeint til helvítis.
Einar Þór Strand, 7.8.2009 kl. 17:14
Ég ætla ekki að draga fjöður yfir þátttöku Sf í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Það er þó talsverður munur á því að vera leiðandi afl í ríkisstjórn í 18 ár eða að vera með í ríkisstjórn 18 mánuði. Vissulega hafði Sf Viðskiptaráðuneytið og þar með hluta af bankamálum og var á vaktinni þegar hrunið átti sér stað. Hitt ber að athuga að fjármálaráðuneyti og forsætisráðuneyti voru þá og eru enn aðal bankaráðuneytin.
Það er auðvitað hægt að þrasa á bloggsíðum út í hið óendanlega. Teygja og toga sannleikann eftir hentugleikum til að þjóna ólund sinni eða þrætuþörf. Mér finnst nú margt skemmtilegra.
Ég held að fáir mæli því mót sem ég bendi á í athugasemd hér að ofan að meginástæður þess að svo er komið fyrir okkur eru stórkostleg og ítrekuð mistök Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í efnhagasmálum, ábyrgðarleysi útrásarvíkinga og bankaelítunnar sem fengu að valsa um af því að sjálfstæðismenn höfðu brotið niður "eftirlitsiðnaðinn" og lagt niður Þjóðhagsstofnun. Auk þess sem einkavinavæðing helmingaskiptaflokkanna hafði gefið tóninn um nýtt siðferði - eða öllu heldur siðleysi - í viðskiptum í landinu.
Dofri Hermannsson, 7.8.2009 kl. 17:52
Dofri eins spurning hvað með skjaldborgina sem samfylkingin sló um Baug (og reyndar Kaupþing)?
Einar Þór Strand, 7.8.2009 kl. 19:17
Sæll Dofri. Svo aðeins sé talað um Steingrím í Kastljósinu, þá sýndi hann afburða þroska sem stjórnmálamaður í þessu viðtali. Hann virkaði á mig sem hugrakkur og um leið ærlegur. Hann vex í álit hjá mér eftir því sem starfsdögum hans í stól fjarmálaráðherra fjölgar. Það er ekki fyrir neina aukvisa að vera við völd núna á Íslandi.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.8.2009 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.