Kúgaður formaður í meðvirkum flokki

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið óstjórntækur frá því í bankahruninu. Hægfara var foringinn fyrir en lamaður á eftir. Ekkert var hægt að ákveða nema að GHH bæri það fyrst undir Seðlabankastjóra og fengi samþykki hans.

Aldrei hefur mátt hrófla við Davíð, ekki einu sinni eftir dæmalaust viðtal sem hann sjálfur útvegaði sér í Kastljósi, viðtalinu sem kostaði okkur Íslendinga orðsporið því þar sagði Davíð að planið væri að svíkja útlendinga en borga Íslendingum.

Seðlabankastjóri hefur sjálfur upplýst að hann eigi upptökur af símtölum sínum við ráðherra, m.a. GHH. Þessum upptökum á að eyða eftir 3 mánuði en það hefur hann ekki gert, væntanlega af því hann telur að þær geti komið í góðar þarfir síðar.

Geir Haarde hefur verið undir hælnum á sínum undirmanni alveg frá byrjun og ekki nema von að fólk  hafi velt því fyrir sér í fúlustu alvöru hvort Davíð Oddsson eigi kannski myndir af formanni flokksins léttklæddum - svo það sé sagt á penan hátt. Eitthvað hefur hann allavega á hann.

Sjálfstæðisflokkurinn er að tærast upp af innanmeinum og ljóst að flokkurinn mun ekki jafna sig nema að slíta upp með rótum það illgresi sem allt er að kæfa, hvort heldur er ungt fólk, breytt viðhorf eða viðleitni í þá átt að horfast í augu við afleiðingarnar af 18 ára valdasetu flokksins, játa mistök og reyna að læra af þeim.

Ef formaðurinn ætlar að kæfa þessar raddir sjálfsgagnrýni með réttlætingarræðum og yfirklóri á flokkurinn sér ekki viðreisnar von. Sem er út af fyrir sig allt í lagi mín vegna.


mbl.is Geir: Stjórnuðust af hatri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég er ekkert viss um að Geir sé undir hælnum á Davíð.. ég er þeirrar skoðunnar að Geir sé meðvirkur og viljugur samstarfsmaður Davíðs enda er Geir höfundurinn af bankagjöfunum á sínum tíma...

Semsagt.. Geir = Davíð

Óskar Þorkelsson, 30.1.2009 kl. 17:49

2 identicon

Ósköp finnst mér þetta ómálefnalegt hjá þér Dofri. "Hér mega allir tjá sig málefnalega og undir nafni. IP tölur og netföng þeirra sem fara yfir strikið verða birt."

Er þetta kannski það sem Geir á við þegar hann nefnir hatur?

Leðjulagur af þessu tagi svo maður nefni það pent er fulltrúa íbúa í höfuðborginni ekki sæmandi.

Hafþór Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 17:57

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sjálfsgagnrýni og réttlætingarræða er bara ekki til í orðabók þessa flokks og ef hann væri til staðar væri flokkurinn hreinlega ekki til.

Finnur Bárðarson, 30.1.2009 kl. 18:30

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sannleikanum verður hver sárreiðastur, það sannast vel núna. Sjálfstæðisflokkur er farinn að minna á gamalt fúið timburhús sem er virkilega þurfi endurnýjunar við. Hvort húsafriðunarnefnd verður kölluð til, er ekki vitað, en mér þætti það ekki ráðlegt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.1.2009 kl. 19:12

5 Smámynd: Kristján Logason

Húsum fullum af veggjatítlum er yfirleitt fargað enda ekki endurbyggjanleg

Kristján Logason, 30.1.2009 kl. 22:24

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er oft sem þú bullar Dofri, en aldrei sem núna

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.1.2009 kl. 22:25

8 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Ég held að dómur sé þegar fallinn í máli Geirs og Davíðs þegar krónan tekur sig til og styrkist þrátt fyrir svokallaða stjórnarkreppu, að Davíð sé á leið úr Seðlabankanum og að formaður VG verði líklega fjármálaráðherra.

Styrking krónunnar sýnir okkur að við hefðum átt að fara þessa leið strax í október.

Lúðvík Júlíusson, 31.1.2009 kl. 07:24

9 Smámynd: Bragi Sigurðsson

Geir gat ekki rekið seðlabankastjórnina fyrr en eftir landsþyngið.  Ef hann hefði látið seðlabankastjórana fara hefði landsþyngið farið í uppnám og flokkurinn hefði klofnað í herðar niður, Davíð myndi beita sé áð fullum þunga gegn Geir og sett allt í uppnám.

Bragi Sigurðsson, 31.1.2009 kl. 12:46

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Svona soraskrif eru engum sæmandi. allra síst manni sem vill gera sig gildandi á Stjórnmálasviðinu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.1.2009 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband