30.3.2007 | 11:36
Stækkunin liður í sölu Alcan til Rio Tinto?!
Er stækkun álversins í Straumsvík væri fyrst og fremst liður í að gera Alcan verðmætari söluvöru?
Þessu hefur verið haldið fram með ágætum rökum enda mun sennilegri skýring en að Alcan þurfi annars að loka einu af stærstu álverum sínum í heiminum - álveri sem skilar gríðarlegum hagnaði eins og það er.
Í síðasta mánuði voru ítrekað fluttar fréttir af yfirvofandi yfirtöku hins lítt geðþekka álrisan Rio Tinto á Alcan og Alcoa. Féttir um þetta má m.a. sjá í Wall Street Journal og Financial Post í Kanada. Sérfræðingar virðast sammála um að þetta sé ekki spurning um hvort heldur hvenær.
Alcan and Alcoa will be taken over The vultures are circling and someday they will see a reason to swoop, said BMO Nesbitt Burns analyst Victor Lazarovici after the Times of London, citing unnamed sources, reported that BHP Billiton and Rio Tinto Group have each drawn up plans for a US$40-billion takeover of Pittsburgh-based Alcoa. Its too logical and the numbers are too compelling for it not to happen eventually. The question is, when is eventually?
_________
Rumors of a large aluminum deal have floated for more than a year, heating up again in recent days, after the Times of London reported that BHP and Rio Tinto had both "drawn up plans" for a $40 billion takeover of Alcoa. Rio Tinto and BHP declined to comment on the speculation, and Alcoa officials have played down the report. "We view this as rumors and rumors only," said Kevin Lowery, a spokesman for Alcoa.
It also is possible mining companies will wind up preferring Alcan over Alcoa. Although Alcoa has overshadowed Alcan by many business measurements for years, that dynamic may be starting to reverse. After a 2003 acquisition of French aluminum company Pechiney SA and a reorganization, Alcan found itself on par with Alcoa in terms of some divisions and assets, though Alcoa remains the larger company, with a market value of $27 billion compared with Alcan's $18 billion. Alcan stock was up 19% in the past three years, while Alcoa's was down 15%, before yesterday's stock jump. "You can say Alcan has done better, period," says John Tumazos, a metals analyst with Prudential Securities in New York.
"Money makes the World go round" er sagt og við skulum setja okkur í spor stjórnarformanns Alcan. Það bíða kaupendur í röðum eftir að kaupa fyrirtækið á góðu verði. Spurningin er ekki hvort heldur hvenær og hlutverk stjórnarformannsins er að gera fyrirtækið sem allra verðmætast þangað til að sölunni kemur.
Eitt af þremur stærstu og best reknu álverum fyrirtækisins hefur möguleika á að þrefalda starfsemi sína og semja um hreina og ódýra orku til ca 25 ára í heimi þar sem verð á vistvænni orku fer ört hækkandi. Það myndi sannarlega hækka verðið á sjoppunni umtalsvert. Til mikils vinnandi að niðurstaða íbúakosninganna verði hagstæð.
Eru íbúar í Hafnarfirði peð í gróðatafli álrisanna?
30.3.2007 | 10:27
Barnalán
Ég var í vafa um hafa þessa fyrirsögn - hún gæti misskilist og lesendur haldið að ég væri að tala um einhverja nýja tegund af bankaláni. Láni sem þjónustufulltrúar bankanna bjóða verðandi foreldrum sem grunlaus um skerðingarmörk barnabóta og verð á tannlæknaþjónustu brosa framan í heiminn.
Auðvitað ekki. Það er mikið lán að eignast börn, það auðgar líf manns og gerir mann oftar en ekki að betri manneskju. (Unglingar gætu reyndar átt það til að mótmæla þessari fullyrðingu). Hér áður var það talið happ að eignast mikið af börnum af því það var trygging foreldranna fyrir umhyggju í ellinni. Nú höfum við sem betur fer velferðarkerfi (eldri borgarar mótmæla eflaust þessari fullyrðingu - en við erum að fara kippa því í liðinn) en eftir sem áður eru börnin framtíð okkar og trygging þjóðarinnar fyrir því að henni gangi vel á komandi áratugum.
Íslendingar eignast þjóða mest af börnum og því eigum við barnaláni að fagna. Okkur í Samfylkingunni er mjög umhugað um börn og barnafjölskyldur og kynntum þess vegna í gær tillögur að aðgerðum til að bæta hag þeirra. Að baki tillögunum liggur afar mikil og góð vinna með ýmsum sérfræðingum á sviði barnamála. Samráðspólitík sem sagt. (Athafnastjórnmálamenn ath. það er engu að síður mikið af tillögum um "raunverulegar" aðgerðir, svo endilega lesið áfram!)
Unga Ísland - áherslur Samfylkingarinnar
Meðal þess sem við viljum er foreldraráðgjöf í öllum sveitarfélögum sem miðist við mismunandi aldursskeið barna, frí tannvernd og afsláttarkort vegna tannviðgerða barna, hækkun barnabóta og vaxtabóta og ókeypis námsbækur í framhaldsskólum.
Það sem ekki skiptir minna máli er að gefa barnafjölskyldunni meiri tíma til að vera saman og þess vegna vill Samfylkingin leita samráðs við aðila vinnumarkaðarins um leiðir til að auka sveigjanleika á vinnumarkaði og stytta vinnutíma foreldra en vinnuvika Íslendinga er ein sú lengsta í allri Evrópu og þótt víðar væri leitað.
Helstu atriði aðgerðaáætlunar Samfylkingarinnar eru þessi
- Bæta hag barnafjölskyldna
- Auka stuðning við foreldra til að sinna uppeldishlutverki sínu
- Virkja og styrkja hæfileika allra nemenda í skólakerfinu
- Leita allra leiða til að draga úr fátækt barna
- Auka vernd barna gegn kynferðisafbrotum
- Auka stuðning við börn innflytjenda
- Auka stuðning við börn og fjölskyldur barna og ungmenna, sem eiga í vanda vegna vímuefna eða hegðunarerfiðleika, og einnig við börn foreldra sem eiga við sama vanda að etja
- Bæta lagaumhverfi í málefnum barna og réttarstöðu þeirra
Ég skora á alla sem hafa áhuga á málefnum barna og barnafjölskyldna að kíkja nánar á þetta hér!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.3.2007 | 12:33
Er þetta loforð Rannveig?
Framganga Alcan í kosningabaráttu sinni hefur gengið fram af mörgum.
Fyrirtækið hefur reynt að kaupa upp allt sem er falt og hefur varið til þess tugum milljóna. Sumt af því hefur verið skot langt yfir markið eins og flestir vita.
Fyrirtækið hefur án vafa líka varið tugum milljóna í auglýsingar sínar nú þegar. Það er bókstaflega búið að veggfóðra blöð, netmiðla og flettiskilti með skilaboðum þeirra.
Sól í Straumi hefur úr hálfri milljón að spila.
Þetta finnst mörgum í meira lagi siðlaust þegar tilgangurinn með kosningunum er að bæjarbúar fái jöfn tækifæri til að kynna sér kosti og galla stækkunar.
Nú þegar stjórnmálaflokkarnir eru farnir að gefa upp hverju þeir eyða í kosningabaráttu og hafa samþykkt þak á auglýsingakostnað - er ekki sjálfsagt mál að Hafnfirðingar fái að vita hvað mörgum tugum milljóna Alcan er búið að eyða í sína kosningabaráttu? Fyrir laugardaginn!
Áróður Alcan hefur verið á mjög persónulegum nótum. Andlit fólksins sem vinnur í álverinu hafa verið send inn á hvert heimili í Firðinum um leið og sagt er upphátt og í hljóði að allt þetta góða fólk (sem það sannarlega er) missi vinnuna ef kjósendur segi ekki já við stækkun. Hræðsluáróður.
Rannveig Rist sagði í Kastljósi nýlega að fyrirtækið myndi fara eftir 6 ár ef það fengi ekki að stækka. Þetta stangast algerlega á við:
- að álframleiðendur bíða í röðum eftir því að fá að byggja frá grunni álver í svipaðri stærð og Straumsvíkurálverið
- ákvæði í samningum Alcan og Landsvirkjunar þess efnis að hvor aðilinn sem er geti einhliða framlengt samninginn um 10 ár
- það sem kom fram á heimasíðu Alcan fyrir 4 vikum...
Engar áætlanir eru uppi um lokun álversins ef ekki kemur til stækkunar, enda gengur verksmiðjan vel og árangurinn er góður
Það er því erfitt að skilja orð forstjórans í Kastljósi sem annað en kosningatrikk - aukinn hræðsluáróður um að fólk sé að svipta nágranna sína vinnunni ef það vill ekki þrefalda álverið.
Það er vaxandi hópur Hafnfirðinga sem er að komast á þá skoðun að best sé að álverið fari - ekki síst af því þeim leiðist að alþjóðlegt risafyrirtæki beiti sér gegn bæjarbúum eins og Alcan hefur gert að undanförnu.
Þótt ég sé af mörgum ástæðum á móti því að þrefalda álverið í Straumsvík hef ég persónulega engan áhuga á að losna við það. Ég held að það sé ágætur vinnustaður og ég skil vel þá sem finna ugg í brjósti við hótanir eins og þessa frá Rannveigu. Ég er þó sannfærður um að þær eru innantómar.
En ef það er misskilningur og álverið á köldum klaka ef það færi ekki að þrefaldast liggur beinast við að ég geri spurningu vaxandi hóps Hafnfirðinga að minni:
Rannveig - ertu að lofa að álverið fari ef stækkunin verður felld?
28.3.2007 | 11:03
Raflínur ekki í jörð nema...
Alcan er til í að setja raflínur í jörð en AÐEINS EF ÞEIR FÁ AÐ STÆKKA.
Er ekki bara sjálfsögð krafa að fyrirtæki eins og Alcan taki upp betri siði eftir því sem umhverfisvitund almennings vex. Er ekki alveg sjálfsagt að Alcan setji þessar línur í jörð ÞÓ EKKI VERÐI STÆKKAÐ?
Hafnarfjarðarbær hefur óskað eftir því lengi að fyrirtækið setji línurnar í jörð.
Það eru ekki skemmtileg skilaboð til Hafnfirðinga, þremur dögum fyrir kosningar, að NEITA AÐ FARA Í JAFN SJÁLFSAGÐAR UMHVERFISBÆTUR NEMA ÞEIR FÁI AÐ ÞREFALDA ÁLVERIÐ.
Drögum saman nokkur atriði úr málflutningi þeirra sem berjast fyrir hag Alcan.
Ef við fáum ekki það sem við viljum þá:
- pökkum við saman og förum
- verða hundruð manna atvinnulausir
- lenda 1.500 Hafnfirðingar á vonarvöl
- hættum við að styrkja þörf málefni
- setjum við ekki raflínur í jörð eins og bærinn hefur beðið um (nýtt!!!)
Sjá einhverjir mynstur?
27.3.2007 | 13:56
Það sem sannara reynist
Athugasemdir við síðustu færslu, um Hag Alcan, hafa verið afar fjörlegar en ekki allar málefnalegar. Skoði maður efnislega hvað sagt er hafa stuðningsmenn stækkunar einkum reynt að telja lesendum trú um að niðurstaða Hagfræðistofnunar HÍ um hag Hafnfirðinga af stækkun hafi eitthvað breyst.
Ég vil hafa það sem sannara reynist og hringdi því í höfund hennar sem staðfestir allt sem í henni stendur. Samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ er núvirtur hagnaður af stækkun álversins umfram aðra starfsemi 6-8 þúsund krónur á ári á hvern Hafnfirðing. Þá var umhverfiskostnður, eða verðfall fasteigna í Vallarhverfi, ekki tekinn með í reikninginn.
Það virðist vera mikill tilfinningahiti í stuðningsmönnum Alcan og þeir taka því afar illa þegar hinn meinti 250 þúsund króna hagnaður hverrar fjögurra manna fjölskyldu af stækkun er slegin niður af Hagfræðistofnun HÍ. Það finnst mér vitna um slæma málefnastöðu.
Sama má segja um framgöngu Rannveigar Rist í Kastljósi í gær þar sem hún herti enn á hræðsluáróðri með því að spá fyrir um lokun álversins á næstu árum. Það var athyglisverður spádómur í ljósi þess að 28. febrúar mátti lesa þetta á heimasíðu Alcan:
Engar áætlanir eru uppi um lokun álversins ef ekki kemur til stækkunar, enda gengur verksmiðjan vel og árangurinn er góður
Þetta hélt maður líka - enda skrýtið ef fyrirtæki sem er rekið með 3-4 milljarða hagnaði pakkar bara saman si svona. Líka undarlegt að önnur álfyrirtæki telji hagkvæmt að reisa álver af núverndi Straumsvíkurstærð frá grunni en Alcan í Hafnarfirði telji ómögulegt að endurnýja sitt.
Þetta er jafn ósannfærandi og að úthrópa Hagfræðistofnun HÍ.
Það er líka annar vinkill á þessu. Kannski tóku fáir eftir þessu en Sveinn Hannesson hjá Samtökum Iðnaðarins, sem hefur ítrekað beitt embætti sínu til að styðja stækkun, sagði það hreint út í fréttum Stöðvar 2 að það væri ekki hægt að fara bæði í stækkun í Straumsvík og í gerð Sundabrautar.
Þessu hefur Samfylkingin reyndar lengi haldið fram, stórátak í samgöngumálum verður ekki á dagskrá ef það á að halda áfram í stóriðjugírnum. Meðal annars þess vegna viljum við fresta stækkun ef svo fer að Hafnfirðingar samþykkja hana fyrir sitt leyti.
Hafnfirðingar eru lentir í þeirri aðstöðu að margt veltur á ákvörðun þeirra. Náttúran við Þjórsá, hið einstaka hverasvæði á Ölkelduhálsi, línumannvirki þvers og kruss um Reykjanes, vextir og verðbólga og nú síðast hvort hægt er að fara í Sundabraut, samgöngubætur sem öll þjóðin bíður eftir.
Það er nú alveg spurning hvað miklu er fórnandi fyrir 6-8 þúsund kr. á ári.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
26.3.2007 | 11:34
Hagur Alcan
Samtökin Hagur Hafnarfjarðar hafa verið áberandi í baráttunni fyrir stækkun álversins í Straumsvík. Í þeim samtökum eru margir starfsmenn Alcan að vinna á fullum launum við að sannfæra Hafnfirðinga um hag bæjarins af stækkun.
Margir efast um þann hag. Það er staðreynd að bæjarstjórnin hefur ekki undan að framleiða deiliskipulag fyrir iðnaðarlóðir - svo mikil eftirspurn er eftir lóðum undir atvinnustarfsemi í Hafnarfirði. Það er því ljóst að ef landið sem á að taka undir stækkun verður ekki notað í það mun það verða notað undir iðnaðarlóðir. Fasteignagjöld af þeim eru líka peningar.
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands var, af bæjaryfirvöldum og með samþykki bæði Sólar í Straumi og Alcan, sérstaklega fengin til að gera úttekt á stækkun álversins annars vegar og eðlilegri þróun hins vegar.
Hagfræðistofnun HÍ fann út að hagnaður hvers Hafnfirðings af stækkun yrði á bilinu 6-8 þúsund krónur á ári. Þá var ekki tekið tillit til umhverfiskostnaðar. Það læðist að manni sá grunur að Hagur Alcan væri heiðarlegra nafn á samtökin um stækkun í Straumsvík.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (46)
25.3.2007 | 10:00
Alcan búið að veggfóðra
Það er augljóst að Alcan ætlar ekki að láta neitt áróðurstækifæri sem er hægt að kaupa fyrir peninga ganga sér úr greipum.
Eins og allir hafa tekið eftir er fyrirtækið búið að veggfóðra bæinn með heilsíðuauglýsingum á besta stað í öllum blöðum undanfarna viku.
Netmiðlarnir hafa líka verið dekkaðir svo vel að ef maður smellir á milli síðna getur maður verið nokkuð viss um að netborði frá Alcan er á öllum helstu viðkomustöðum netverja.
Fánaborgir Alcan hafa nú verið reistar út um allan Hafnarfjarðarbæ við mis góðar undirtektir.
Þetta er eins og að lenda í þreytandi sölumanni sem setur eltir mann á milli staða til að leyfa manni að hlýða á "málefnalegar röksemdir" söluvöru sinni.
Mér fannst hún ekki sérlega málefnaleg auglýsingin sem sagði að hver fjögurra manna fjölskylda í Hafnarfirði myndi græða 250 þúsund á ári ef það yrði stækkað. "Það er kjarni málsins" sagði Alcan.
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði úttekt á því hvað stækkun myndi færa Hafnfirðingum umfram aðra uppbyggingu á sama svæði.
Niðurstaðan var að hagur Hafnarfjarðar myndi batna um sem nemur 8 þúsund krónum á mann á ári. Það er kjarni málsins.
23.3.2007 | 16:05
Börnin eru það dýrmætasta sem við eigum
Það deilir enginn um að þessi fullyrðing er rétt. Við erum mikil barnaþjóð, jákvæð í garð barna og barneigna og eignumst fleiri börn en nágrannaþjóðirnar.
Það er gott því þótt það sé klisja þá er framtíðin fólgin í börnunum og til að framtíð okkar allra verði góð skiptir gríðarlega miklu máli að við hugsum vel um börnin okkar.
Þess vegna er dálítið skrýtið að það skuli ekki vera lögð meiri áhersla á að styðja við þann hóp samfélagsins sem er að eignast börn og ala þau upp.
Fólk á hinum dæmigerða barneignaraldri er oft að gera allt á sama tíma, eignast börn, klára nám, koma sér þaki yfir höfuðið og skapa sér starfsframa. Þetta er heilmikið álag og það mætti gera miklu meira til að styðja við það mikilvæga framlag þessa hóps - að eignast og ala upp framtíð landsins.
Einhverjir segja kannski, hvað með fæðingarorlofslögin?, og jú þau voru mjög gott skref í áttina en það má líka spyrja sig hvort ekki er hægt að gera betur. Hafa stjórnvöld ekki gleymt þessum hópi dálítið?
Hjón sem ég þekki til voru að fara yfir skattframtalið sitt og höfðu reiknað með vaxta- og barnabótum upp á 300 þúsund kr. Þau fá 25 þúsund. Ekki vegna aukinna tekna - það eina sem hafði breyst í lífi þeirra var að fasteignamat íbúðarinnar þeirra hafði hækkað og barnið var orðið 8 ára. Fjármálaráðherra lofaði að bæta skerðingu þessa hóps, það er ekki raunin.
Aðrir foreldrar sem ég þekki til fóru með dóttur sína til tannlæknis og í ljós kom að endurnýja þurfti skorufyllingar og glerungsvörn - afar árangursríkar fyrirbyggjandi aðgerðir. Kostaði 20 þúsund. 75% endurgreiðslan er í raun bara 50% endurgreiðsla svo foreldrarnir bjuggust bara við að fá 10 þúsund endurgreitt. En viti menn, þar sem það voru ekki liðin 3 ár frá því skorufyllingar/glerungsvörnin var gerð þá fæst engin endurgreiðsla fyrir þá vinnu.
Það eru til ótal svona sögur. Og margar miklu verri, því miður.
Það má líka tala um almenna dýrtíð. Verð á mat og fötum. Verð á vöxtum. Hverjir ætli hafi að mestu leyti borgað þessa 14 milljarða í yfirdráttarvexti í fyrra? Ég held að það hafi verið barnafólk sem oft þarf að mæta aukaútgjöldum, þarf að endurnýja bíl, lagfæra íbúðina eða lendir hreinlega í að þurfa að taka sér frí vegna veikinda barna sinna.
Það fylgja því heilmikil útgjöld að ala upp börn. Þó leikskólar hafi lækkað þá kostar það ennþá nánast jafn mikið og að reka bíl að vera með barn í dagvistun eða á leikskóla. Skólasel og matur í grunnskóla kostar líka mikið. Íþróttir og tómstundanám er gríðarlega dýrt.
Svo er talað um að foreldrarnir séu ekki nóg með börnunum sínum. Það er örugglega alveg rétt en ég held að skýringarnar sé að finna í svona atriðum eins og hér að ofan. Við vinnum allt of mikið.
Vinnuvikan er almennt komin yfir 50 stundir. Mórallinn í atvinnulífinu kyndir undir þessu og enginn er maður með mönnum nema hann sé til í að vinna til 6 eða 7 og vera auk þess með "sveigjanlegan vinnutíma" sem þýðir að hann/hún er aldrei búin í vinnunni.
Árið 2001 fékk Jóhanna Sigurðardóttir samþykkta á Alþingi "þingsályktun um heildarstefnumótun í málefnum barna og unglinga". Þessi stefnumótun hefur enn ekki verið unnin. Þrír forsætisráðherrar hafa látið hana daga uppi á skrifborðinu hjá sér. Áhuginn er enginn.
22.3.2007 | 16:07
Var ekkert að marka Ómar?
Fyrir skemmstu sagði Ómar að hann myndi þá og því aðeins fara í framboð ef það gæti fjölgað grænum þingmönnum. Hann lofaði Fagra Ísland og sagðist bara ætla að sækja til hægri. Ég sé ekki betur en að hann sé nú þegar búinn að ganga á bak þeirra orða sinna.
"Þau skilgreina flokkinn sem miðjuflokk með áherslu á umhverfismál". Helstu áherslur eru umhverfi, nýsköpun, velferð og áhersla á lýðræði.
Kannski vitleysa hjá mér en þetta hljómar kunnuglega. Fagra Ísland (besta umhverfisstefnan að mati Ómars), Nýja Atvinnulífið (verðlaunatillögur Samfylkingarinnar), velferðarmál (barátta fyrir jöfnuði og réttindum aldraðra, öryrkja og barna) og áhersla á virkt lýðræði (íbúakosningar og stjórnarskrárvarinn réttur til þjóðaratkvæðagreiðslu).
Var ekkert að marka Ómar?
![]() |
Ómar formaður og Margrét varaformaður Íslandshreyfingarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.3.2007 | 14:47
Hvað vill Illugi græni?
Illugi Gunnarsson náði glæsilegum árangri í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík einkum vegna umræðu sinnar um umhverfismál og sjálfan sig sem málsvara "hægri grænna". Mörgum sem hafa fylgst með Illuga tala um umhverfismál þótti kveða við nýjan tón, því það er ekki nema rétt ár síðan Illugi fór með efasemdarullu Davíðs Oddssonar um loftslagsmál af mikilli sannfæringu í Silfri Egils.
Hugtakinu "hægri grænt" var mjög fagnað af Morgunblaðinu sem hafði ekki séð grænan karl í Sjálfstæðisflokknum síðan Birgir Kjaran var og hét. Það auglýsti Illuga sérstaklega af þessu tilefni og Illugi varð landskunnur á nokkrum dögum sem "græni kallinn" í Sjálfstæðisflokknum. Svo reyndar bætti Guðlaugur Þór sjálfum sér í hópinn. Síðan þá eru tveir meintir "hægri grænir" í Sjálfstæðisflokknum.
En hvað vill Illugi? Hver er sú stefna sem hann mælir fyrir? Hvað felst í hugtaki Illuga "hægri grænt"? Fyrir hverju mun Illugi græni berjast á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í apríl? Hvaða hugmyndafræði og hvaða tillögur mun hann bera þar á borð fyrir flokksmenn að ræða um og samþykkja?
- Mun Illugi afturkalla þá skoðun sína að hlýnun andrúmslofts sé ekki af manna völdum?
- Mun hann snúa baki við keyptum niðurstöðum vísindamanna ExxonMobile og Björns Lomborg?
- Mun hann opinibera ágreining við fyrrverndi lærimeistara sinn, Davíð Oddsson, eða mun Davíð einnig boða nýja skoðun sína á málinu?
- Mun Illugi græni boða aðgerðir til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga eða mun hann halda sig fast við fyrri yfirlýsingar um að slíkar aðgerðir borgi sig ekki.
- Telur Illugi ennþá, nú þegar nýsköpun í umhverfisvænni tækni er einn helsti vaxarsproti efnahagslífs í heiminum, að slík viðleitni þýði neikvæðan hagvöxt og efnahagslegt hrun?
- Vill Illugi rannsaka fyrst og taka frá þau svæði sem eru verðmæt til verndar eða vill hann leyfa orkufyrirtækjum og einkaaðilum með drauma um hálendisvegi að hafa forgang í náttúru Íslands?
- Vill Illugi staldra við í ríkisstyrktum stóriðjuframkvæmdum sem krefjast þess "að haldið sé aftur af öðrum atvinnugreinum á meðan" svo vitnað sé í greiningardeildir bankanna?
- Vill Illugi áframhaldandi forsjárhyggju við uppbyggingu atvinnulífsins?
- Vill Illugi áframhaldandi leyndardóma um raforkuverð?
Hvað vill Illugi græni? Munum við sjá það á landsfundi Sjálfstæðismanna núna í apríl?