31.5.2008 | 21:37
Engu við þetta að bæta...
![]() |
Fylgi D-lista aldrei minna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.5.2008 | 20:25
Náttúrulega!
Það er ekkert skrýtið að konur hafi fjölmennt í Grófarhúsið í dag. Reyndar held ég að konur séu iðulega í miklum meirihluta á listviðburðum hvort sem um er að ræða myndlist, leiklist, dans eða tónlist. Konur virðast hafa næmari tilfinningu fyrir og kunna betur að meta það fagra í lífinu.
Þannig er maður ekkert hissa á því að konur skuli vera í meirihluta í hópi umhverfis- og náttúruverndarsinna. Þetta sést glöggt í öllum skoðanakönnunum um afstöðu til hinna ýmsu deilumála á þessu sviði.
Konur kunna að meta list, konur kunna að meta Viggó og konur kunna að meta náttúruna.
Viggó hefur líka sans fyrir hinu fagra í lífinu - þótt hann sé ekki kona - og þess vegna ákvað hann að allur ágóði af sýningunni rynni til Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Takk fyrir það Viggó!
![]() |
Mikill áhugi á myndum Viggo |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.6.2008 kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.5.2008 | 21:46
Látinn axla pólitíska ábyrgð Vilhjálms og sexmenninganna
Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson klúðraði REI málinu upphaflega með því að hafa ekki samráð við borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins. Þegar sexmenningarnir stilltu honum upp við vegg og kröfðust skýringa á hinu og þessu kom reyndar líka í ljós að Vilhjálmur hafði ekki lesið þau minnisblöð sem voru lykilatriði í málinu og ekki tekið eftir því sem rætt var og ákveðið á fundum.
Sexmenningarnir vildu að Vilhjálmur viki til hliðar, þau klöguðu í Geir en ekkert kom út úr því , auk þess voru þau ósammála um hver ætti að taka við leiðtogasætinu svo þau brast kjarkinn til að ganga alla leið. Niðurstaðan var að þau sögðust öll vera vinir, Vilhjálmur væri ótvíræður leiðtogi þeirra en hann hefði hins vegar gleymt að það er andstætt lífsskoðun sjálfstæðismanna að opinbert fyrirtæki standi í áhættusömum framkvæmdum. Þess vegna þyrfti bara að selja REI í einum grænum og þá yrði allt í lagi aftur.
Borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins láðist hins vegar að ræða þetta atriði við samstarfsflokkinn, sem ekki reyndist áfjáður í að selja REI eins og þýfi, meirihlutinn slitnaði á þessu atriði og Sjálfstæðisflokkurinn missti völdin í borginni.
Í tíð 100 daga meirihlutans var REI skýrslan unnin með aðkomu allra flokka og grunnur lagður að farsælli lausn REI málsins. Vilhjálm langaði hins vegar að framlengja pólitískt líf sitt og saman réru hann og Kjartan í Ólafi F. Buðu honum að endingu borgarstjórastólinn, óútfylltan tékka fyrir Laugarvegi 2-4 og Vatnsmýrina fyrir að svíkja Tjarnarkvartettinn svonefnda sem hafði stuðning mikils meirihluta borgarbúa.
Nýr meirihluti sem fékk aðeins stuðning um fjórðungs borgarbúa í veganesti bað um tíma til að sanna sig en er enn með jafn lítinn stuðning tæpum 4 mánuðum síðar. Hefur með öðrum orðum afsannað sig. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er enn eins og höfuðlaus her og getur ekki einu sinni tekið þátt í hjólakeppni af því það er ekki á hreinu hver á að halda utan um verkefnið.
Nú hefur hins vegar verið ákveðið að hreinsa til, taka hraustlega á þessu öllu saman og horfast í augu við vandann. Niðurstaðan er að láta embættismann - forstjórann sem starfaði í umboði Sjálfstæðisflokksins að stofnun og eflingu REI - axla hina pólitísku ábyrgð fyrir hönd Vilhjálms og sexmenningana.
Kemur einhvern veginn ekki á óvart.
![]() |
Guðmundur hættir hjá OR og REY |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.5.2008 | 11:16
Er að hugsa um að færa mig
Stofnaði minn fyrsta reikning hjá Spron þegar ég var 15 ára. Þá var Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri og sjóðurinn lagði sig fram um að styðja við listamenn og námsmenn sem ekki þótti sjálfsagt. Lengi vel var upplifunin sú að þarna fengi maður verulega góða og persónulega þjónustu.
Á síðustu árum hefur þetta verið að breytast. Það vantar ekki að maður fær tilboð um að ganga í alls konar áskriftir en þegar kemur að því að semja um betri kjör á lánum, að ekki sé talað um að fá tilboð í slík viðskipti, hefur maður rekist á vegg. "Hef ekki heimild til að ákveða slíkt" segir hver toppurinn ofan á hinum. Lítið virðist vera lagt upp úr góðri viðskiptasögu, uppáskriftar jafnvel krafist fyrir litlum lánum og manni loks boðnir peningar á algengustu okurvöxtum eins og um sérstakan persónulegan greiða sé að ræða.
Niðurstaðan hefur svo oftar en ekki verið sú að lítill sparisjóður út á landi hefur bæði boðið betri kjör og persónulega þjónustu sem er ekki bara á sjónvarpsskjánum heldur ekta. Er að hugsa um að færa mig þangað.
![]() |
Sameiningaviðræðum haldið áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.5.2008 | 11:50
Brauð lífsins
Á síðu sinni í dag spyr þjóðþekktur samfélagsrýnir hvort það sé verjandi að taka lán í útlöndum, hvernig eigi að borga það til baka ef ekki má virkja hvar sem kostur er og hælir formanni Frjálslyndra fyrir að leggja til að við veiðum meira af fiskstofninum sem þó eru allir sammála um að sé við það að hrynja.
Hann klykkir út með því að segja að sumir haldi að það sé bara hægt að lifa af því að hjóla í vinnuna og flokka sorp. Smellin setning og jafnast á við ummæli Víglundar Þorsteinssonar um að það sé útaf fyrir sig ágætt að skrifa bækur og blogga en brauð lífsins sé ekki smurt með svoleiðis heldur þurfi að sjálfsögðu að virkja. Víglundur hafði þó það sér til afsökunar á þessari speki að eiga steypustöð.
Auðvitað verður þjóðin að búa til verðmæti til að hafa efni á að lifa en þau verðmæti þurfa ekki endilega að vera úr steinsteypu eða hæf til átu. Ég hef t.d. oft bent á að verðmætasköpun í hátækni- og þekkingariðnaði er þreföld á við stóriðju. Þar er um mikla verðmætasköpun að ræða án þess að ganga á náttúruverðmæti. Þekkingarfrekur iðnaður - ef svo má segja.
En skoðum aðeins betur hugleiðingu samfélagsrýnisins - ætli það sé hægt að lifa af því að hjóla í vinnuna? Hversu fráleitt er það?
Segum sem svo að við spörum okkur bíl nr. 2 sem FÍB segir að kosti um 75 þúsund á mánuði að reka. Til að fá 75 þúsund á mánuði útborgað þarf maður að fá um 130 þúsund í heildarlaun sem er um helmingur mánaðarlauna margra í uppeldis- og ummönnunarstéttum svo dæmi séu tekin. Auk þess gæti sparast bæði tími og peningar sem ella færi í líkamsrækt og lífslíkur þess sem hjólar að staðaldri til og frá vinnu eru talsvert mörgum árum lengri en þeirra sem ekki hjóla. Að ekki sé minnst á sparnað skattborgaranna af færri umferðarmannvirkjum, minni mengun og minni kostnaði í heilbrigðiskerfinu.
Niðurstaðan? Ef maður hjólar í vinnuna hefur maður meiri peninga á milli handana til að nota í annað en bíl. Þjóðarbúið sparar mikla fjármuni sem t.d. má setja í menntakerfið í stað þess að nota þá í umferðarmannvirki og sjúkrakostnað. Já, að er svo sannarlega hægt að lifa bæði ríkara og lengra lífi með því að hjóla í vinnuna.
Kannski má spyrja samfélagsgagnrýnandann og stjórnmálaskýrandann á móti hvort hann telji að það sé hægt að lifa af því að keyra í vinnuna? Skapar það eða sparar verðmæti fyrir þjóðarbúið?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
29.5.2008 | 08:58
Vindur í hárinu...
...syngur Sigurrós og ungt berrassað fólk ærslast í skógi, rólar sér í trjám og buslar í vatni í að því er virðist talsvert hlýrra veðri en mig minnir að væri í Vaglaskógi hér um árið.
Þetta er yndislegt og glaður vildi ég vera þau. Kannski er skýringin á banninu einfaldlega öfund.
![]() |
Myndband Sigur Rósar bannað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.5.2008 | 15:07
Hárbeitt en kurteisleg athugasemd
Á vef Skipulagsstofnunar er hagsmunasamtökunum Samorku svarað með kurteislegri en hárbeittri ábendingu um hlutverk stofnunarinnar. Þar segir m.a. (feitletrun mín):
Það sem hins vegar virðist hafa farið framhjá mörgum sem hafa tjáð sig um málið er að í 24. gr. reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum nr. 1123/2005 segir m.a. að Skipulagsstofnun skuli gera grein fyrir helstu forsendum matsins og niðurstöðum stofnunarinnar um mat á umhverfisáhrifum. Þetta þýðir með öðrum orðum að Skipulagsstofnun ber í áliti sínu að leggja mat á umhverfisáhrifin.
Samorka og aðrir sem röðu sér í grátkórinn hafa sett niður við þessa kjánalegu árás á Skipulagsstofnun vegna úrskurðarins um Bitruvirkjun.
28.5.2008 | 11:40
Til hamingju með Frumtak!
Það er ástæða til að óska landsmönnum til hamingju með stofnun Frumtaks - nýs samlagssjóðs upp á 4.6 milljarða - sem mun fjárfesta í efnilegum sprotafyrirtækja en tilkynnt var um stofnun sjóðsins á ársfundi Nýsköpunarsjóðs í morgun.
Í tilefni af þessu sagði iðnaðarráðherra m.a.
Þeir aðilar sem komið hafa að stofnun Frumtaks eiga heiður skilið. Einmitt nú þegar á móti blæs í efnahagslífi er höfuðnauðsyn að leggjast á eitt um að bæta vaxtarskilyrði nýsköpunar- og sprotafyrirtækja.
Stjórnvöld hafa lagt fram fé til þess að efla Nýsköpunarsjóð, Rannsóknarsjóð og Tækniþróunarsjóð og Nýsköpunarmiðsöð Íslands hefur byrjað sitt fyrsta starfsár af miklum þrótti. Bankar, lífeyrissjóðir og einkaaðilar taka nú á með Nýsköpunarsjóði til þess að auka framboð á áhættufé til nýsköpunar og það er vel.
Í morgun var svo undirritað langþráð samkomulag milli Nýsköpunarsjóðs og Tækniþróunarsjóðs um brú milli þessra sjóða yfir "nýsköpunargjána" svokölluðu í því skyni að stuðla betur að fyrstu skrefum í markaðsfærslu fullþróaðra hugmynda.
Þetta síðastnefnda er ekki síður mikilvægt en að skapa þolinmótt fjármagn í efnileg sprotfyrirtæki. Það hefur lengi vantað brú á milli Tækniþróunarsjóðs sem sér um að styðja þróun á góðum viðskiptahugmyndum og Nýsköpunarsjóðs sem í raun er atvinnufjárfestir með þolinmæði sem er bara rétt í rúmu meðallagi.
Þetta eru góðar fréttir. Ég spái því að við eigum eftir að heyra fleiri slíkar á næstunni.
27.5.2008 | 23:17
Einstök tækifæri Íslands
Það er rétt hjá forsætisráðherra að það er engin ástæða til svartsýni þótt tímabundnir erfiðleikar gangi nú yfir. Þá var ræða Kristjáns Þórs Júlíussonar um krepputalið góð áminning. Er það kreppa þegar fólk hefur ekki efni á flatskjá í eldhúsið eins og hún sagði stúlkan sem Kristján Þór vitnaði í?
Auðvitað ekki. Það eru gríðarleg tækifæri framundan fyrir Ísland og kannski kom það best fram í ræðu Össurar Skarphéðinssonar í hverju þau felast.
Eins og sjá má í þessari frétt á visir.is talaði iðnaðarráðherra um hina einstöku möguleika Íslands á að verða sjálfbært orkusamfélag. Að vera tilbúin með fjölorkustöðvar um allt land þegar næsta kynslóð nýorkubíla kemur á almennan markað sem er skammt að bíða.
Það er ánægjulegt að heyra ráðherra tala á þessum nótum en ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við Íslendingar ættum að stefna markvisst að því að skapa hér sjálfbært orkusamfélag. Það er engin draumsýn heldur raunverulegur möguleiki sem getur sparað gríðarlegan gjaldeyri í olíuinnflutningi og skapað Íslandi þekkingarforskot á þessu sviði í heiminum.
Þetta þýðir jafnframt að það þarf að halda aftur af nánast ósjálfráðri skrift orkufyrirtækjanna undir viljayfirlýsingar um orkusölu til orkufrekra fyrirtækja um allar þorpa grundir. Það væri hart ef orkuskortur stoppaði jafn góð áform og að gera Ísland að sjálfbæru orkusamfélagi.
![]() |
Erfiðleikar víkja brátt fyrir betri tíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.5.2008 | 09:21
Í boði Sjálfstæðisflokksins
Í gær hélt borgarstjórinn því fram að niðurstaða könnunar um flugvöllinn "blési burt" niðurstöðum fylgiskannana flokkanna. Stuðningur væri svo mikill við sjónarmið borgarstjórans.
Því miður er staðreyndin önnur. Allar kannanir frá því í janúar þegar Sjálfstæðisflokkur og Ólafur F tóku völdin hafa sýnt það sama. Aðeins fjórðungur kjósenda styðja meirihlutann aðeins örfá prósent styðja Ólaf F og flokkar beggja aðila njóta samanlagt aðeins tæplega þriðjungs kjósenda.
Rétt að ítreka að þessi borgarstjóri er í boði Sjálfstæðisflokksins.
![]() |
14% segjast treysta borgarstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |