26.5.2008 | 17:57
Ekki boðlegur málflutningur
Hagsmunasamtökin Samorka geta ekki boðið fólki upp á svona málflutning.
Skipulagsstofnun gefur lögum samkvæmt faglegt álit sitt á framkvæmdum. Þegar rökstutt álit Skipulagsstofnunar er að Bitruvirkjun sé ekki ásættanleg geta hagsmunasamtök eins og Samorka auðvitað verið ósammála því áliti. Það breytir hins vegar ekki því að þarna er Skipulagsstofnun að sinna lögbundnu hlutverki sínu. Að gefa álit.
Hagsmunasamtökin Samorka og aðrir sem rekið hafa upp ramakvein vegna álits Skipulagsstofnunar um Bitru ættu líka að hafa í huga að sama dag gaf Skipulagsstofnun út jákvætt álit vegna Hverahlíðarvirkjunar. Ekki hefur stofnunin verið gagnrýnd fyrir það!
Ef Samorka og aðrir sem nú skipa sér í grátkór áþekkum þeim LÍÚ hélt úti um árabil vilja láta taka sig alvarlega verða þessir aðilar að haga málflutningi sínum með öðrum hætti.
![]() |
Segir Skipulagsstofnun hafa farið út fyrir hlutverk sitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.5.2008 | 14:38
Undarleg ályktun borgarstjóra
Samkvæmt frétt á visir.is telur borgarstjóri að skoðanakönnun Frbl. um flugvöllinn blási af nýlegar kannanir um fylgi við flokka í Reykjavík. Þetta er undarleg ályktun.
Borgarstjóra væri nær að spyrja sjálfan sig: "Ef 60% borgarbúa vilja flugvöllinn áfram og ég er eini borgarfulltrúinn sem hefur staðfastlega lýst þeirri skoðun sinni að flugvöllurinn eigi að vera kjur, hvernig stendur þá á því að fylgi við mig mælist bara frá 1-4%?"
Þarna er eitthvað sem stemmir ekki!
![]() |
Borgarstjórinn fagnar niðurstöðu skoðanakönnunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.5.2008 | 18:56
Samfylkingin sterk í Grafarvogi
Sú þjóðsaga hefur lengi gengið að Grafarvogur sé mikið íhaldshverfi. Líklega er þetta gamall arfur frá því Davíð var og hét sem borgarstjóri en hann var guðfaðir hverfisins sem stundum var kölluð Davíðsborg. Ekki spillti fyrir fylgispekt við flokkinn að í hans tíð fengu ýmsir flokksgæðingar og vinir Davíðs, sem kunnu list endurgjaldsins, lóðir á sérstökum vildarkjörum.
En þessi tími er liðinn og trúlega talsvert langt síðan. Niðurstaða síðustu könnunar Capacent um sýnir að í Grafarvogi er fylgi Sjálfstæðisflokksins ekki nema 32%, sem að vísu er 2% yfir meðalfylgi flokksins í borginni.
Fylgi Samfylkingarinnar er hins vegar rúm 54% í hinu fjölmenna hverfi Grafarvoginum, sem er um 7% yfir meðalfylgi flokksins í borginni. Hér er við hæfi að slá varnagla um fyllstu marktækni en þar sem Grafarvogurinn er eitt stærsta hverfi borgarinnar er óhætt að segja að þessi niðurstaða er góð vísbending og ánægjuleg fyrir Samfylkinguna. Ég eftirlæt lesendum að túlka ástæður þessa góða fylgis í Grafarvogi.
Samfylkingin getur annars verið ánægð með fylgi flokksins í borginni allri en allt frá því á síðasta ári hefur flokkurinn verið að mælast með um og yfir 45% fylgi í Reykjavík.
Þá er áhugavert að sjá niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins í dag sem sýnir að aðeins um fjórðungur borgarbúa styður meirihlutann í borgarstjórn. Þetta er svipuð niðurstaða og þegar meirihlutinn tók völd í borginni.
Núverandi meirihluti bað um tíma til að sanna sig. Hann hefur fengið tíma en virðist hafa notað hann til að afsanna sig.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.5.2008 | 22:49
Rétt hugsun Rasmussen
Ekkert er ókeypis, ekki heldur náttúran þótt við höfum allt fram á okkar daga litið á hana sem ótæmandi auðlind.
Það er ósköp eðlilegt að reikna út hvaða gæði sem náttúran veitir tapast þegar farið er í einhverjar framkvæmdir. Hvort heldur um er að ræða vegalagningu, virkjanir eða eitthvað annað.
Svona kostnaðar-hagkvæmni-greiningar hafa lengi verið mönnum kunnar og hárrétt hjá Rasmussen að taka það með í reikninginn þegar verið er að ganga á höfuðstól þjóðarinnar með því að spilla þeim verðmætum sem náttúran veitir.
![]() |
Vill verðleggja náttúruna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.5.2008 | 22:38
Aðalfundur Græna netsins
Á morgun, laugardag, heldur Græna netið, félag áhugafólks í Samfylkingunni og óflokksbundinna um náttúru- og umhverfisvernd, fyrsta aðalfund sinn.
Fundurinn verður á efri hæð Sólon Íslandus og hefst kl. 11.00. Eftir venjuleg aðalfundarstörf, kl. 11.30, hefst málfundur um umhverfismál, Fagra Ísland og Samfylkinguna.
Græna netið hefur fengið góða gesti en auk formanns Græna netsins, Marðar Árnasonar, halda þau Árna Finnsson, formaðu Náttúruverndarsamtaka Íslands og Halla Gunnarsdóttir, fréttaritari Morgunblaðsins á Alþingi.
Í lok fundar tekur formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, saman niðurstöður og svarar spurningum fundarmanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2008 | 14:46
Einfaldir kaldastríðsfrasar fyrir einfaldar sálir
Jón Gunnarsson tilheyrir þeirri tegund stjórnmálamanna sem lætur vel að tala í afar einföldum setningum um afar einfalda hluti. Stjórnmálamenn af þessari tegund eiga gjarna í fórum sínum tvo til þrjá frasa sem þeir nota jöfnum höndum í allri umræðu, líkt og pípari sem lætur sér nægja að eiga aðeins skiptilykil og rörtöng.
Af kaldastríðsfrösum Jóns má ráða að hann tilheyrir undirtegund sem aðeins eru til örfá heilleg eintök af í dag. Það er því ljóst að sem fulltrúi þessa hóps hefur Jón umtalsvert verndargildi.
Rakst annars á þennan ágæta pistil um sjálfbærni hvalveiða og mæli með honum fyrir fólk sem kýs örlítið flóknari útgáfu af veröldinni en Jón Gunnarsson.
![]() |
Vinstristefna að tala niður atvinnulífið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2008 | 08:57
Undarlegt viðhorf
Þetta er undarlegt viðhorf á niðurstöðu stjórnar OR.
Það hefur legið fyrir lengi að virkjunaráform við Bitru væru vafasöm af umhverfisástæðum, náttúruverndarástæðum og einnig hefur hin ágenga orkustefna orkað tvímælis. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er í samhljóm við þetta.
Það væri ógn við hagsmuni OR, sem ætlar sér að vera í fararbroddi fyrirtækja í heiminum í sjálfbærri nýtingu jarðvarma, að fara gegn áliti sem þessu. Það er ekki nóg að hugsa frá degi til dags, það þarf að horfast í augu við að viljayfirlýsingar út um allar jarðir voru flan og leggja línurnar til lengri tíma.
Þannig eru hagsmunir OR, eigenda fyrirtækisins og almennings - sem jafnframt á tilkall til náttúru landsins - best tryggðir.
![]() |
Fögnuður stjórnarmanna á móti hagsmunum OR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.5.2008 | 15:52
Óvissa með kísilverksmiðju og gömul varnaðarorð
Þessi frétt á Rúv vekur upp gamlar spurningar og efasemdir um ágæti þess að binda 100 MW af orku OR í samningi við nýtt álver í Helguvík og gefa sama aðila forgang að 75 MW í viðbót.
Nú sannast varnaðarorð Samfylkingarinnar um að þetta væri óskynsamleg ráðstöfun. Það hefur aldrei þótt góð búmennska að setja öll eggin í sömu körfuna og varla hafa þeir sem þessu réðu talið að umhverfismat væri bara formsatriði.
Sú samningagleði sem ríkt hefur hjá OR hefur ekki verið í nægilega miklu sambandi við raunveruleikann. OR má víst þakka fyrir að þurfa ekki að uppfylla samning um 200 MW vegna stækkunar álversins í Straumsvík.
Þessi yfirlýsinga- og samningagleði einskorðast þó ekki við OR. Hitaveita Suðurnesja hefur skrifað undir samninga um orku fyrir álver í Helguvík sem erfitt er að sjá hvernig fyrirtækið ætlar að uppfylla. Verst er þó að samningar HS ganga svo nærri bjartsýni stjórnarmanna að ekkert rými er til að verða við óskum margra fyrirtækja um orkusamninga upp á 10-50 MW, sbr. ársskýrslu HS 2007.
Helsta von HS og þeirra fyrirtækja á Suðurnesjum sem hefur verið neitað um raforku er að hætt verði við álver í Helguvík. Best væri ef það gerðist sem fyrst svo hægt væri að halda áfram viðræðum við hina ýmsu aðila sem hingað vilja koma með umhverfisvæna starfsemi.
21.5.2008 | 13:58
Lítil hætta á Íslandi...
...að fólk fari unnvörpum að hjóla berrassað. Það er bara ekki nógu notalegt þrátt fyrir að loftslag fari hlýnandi. Ekki svo að skilja að ég hafi neitt á móti þessu, nema kannski af heilsufarsástæðum. Held þó í hógværð minni að persónulega fari mér talsvert betur að hjóla í fötum en án þeirra.
Það er helst að frétta af hinu gallvaska hjólaliði Betri helmingnum að þegar ég var búinn að skrá inn afrek gærdagsins vorum við komin upp í 15. sæti af tæplega 120 í okkar flokki. Það er all góður árangur en við stefnum að sjálfsögðu að því að komast á topp 10.
Það er gott markmið og nauðsynlegt að finna sér slíkar áskoranir úr því hinn helmingurinn í borgarstjórn "gleymdi" að skrá liðið sitt en eins og kannski lesendur þessarar síðu muna skoraði Betri helmingurinn á meirihlutann að keppa við sig í "Hjólað í vinnuna".
Áskorunin var birt á heimasíðu minni og send meirihlutanum í tölvupósti með afriti á alla helstu fjölmiðla. Þegar engin svör höfðu borist tveimur dögum síðar og "ekki náðist í borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins" út af málinu ítrekaði Betri helmingurinn áskorunina en það vakti engin viðbrögð heldur.
Það var ekki fyrr en á borgarstjórnarfundi daginn áður en átakið átti að hefjast sem meirihlutinn tók hinni vígreifu áskorun en því miður láðist meirihlutanum að skrá sig til þátttöku - sem er talsvert mikilvægt atriði í svona keppni.
Hálf leiðinlegt, það hefði verið svo miklu skemmtilegra að vinna þau ef þau hefðu keppt!
![]() |
Hjólreiðamaður í steininn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.5.2008 | 17:48
Hvar á að taka orkuna í Helguvíkurálverið?
Þessi pistill er enn í fullu gildi.
Það er vandséð hvar Helguvíkurálverið ætlar að fá þá orku sem það þarf til að komast í 250 þúsund tonn - hvað þá þau 350 þúsund tonn sem Árni Sigfússon talar um við fjárfesta og vitað er að þarf til að álverið skili góðri arðsemi.
Fyrir 1. áfanga þarf um 260 MW
Fyrir 250 þúsund tonna álver þarf 435 MW
Fyrir 350 þúsund tonna álver þarf 609 MW
1. áfangi - bjartar vonir!
Samkvæmt björtustu vonum telur HS sig geta útvegað 170-185 MW en sumt af þeim virkjunum á eftir að fara í gegnum umhverfismat og hluti orkunnar er bundið samningum sem losna ekki fyrr en 2011.
OR er bundin samningi um 100 MW til 1. áfanga svo ef björtustu vonir HS rætast næst að skrapa saman nægri orku fyrir 1. áfanga.
Kíkjum þá á 2. áfanga.
OR ætlaði að útvega 75 MW en ljóst er að þegar búið er að efna samninginn um 100 MW og samning um orku til stækkunar á Grundartanga eru ekki nema um 30 MW eftir sem þarf til að anna aukinni eftirspurn á almennum markaði. Hjá OR er því ekkert að hafa, þrátt fyrir viljayfirlýsinguna.
HS horfir löngunaraugum til Krýsuvíkur og er með rannsóknarleyfi á fjórum svæðum. Samkvæmt björtustu vonum eiga þau nú að gefa 100 MW hvert (var áður 80 MW!). Þessar vonir eru þó brothættar, aðeins er búið að bora eina holu á einu svæði og sú hola reyndist þurr.
Ekki er vitað hvort hin svæðin munu gefa betri raun en þess utan er þarna um að ræða afar verðmæt hverasvæði sem ljóst er að mikil barátta mun verða háð um af hálfu þeirra sem vilja nýta svona svæði með verndun þeirra.
Landsvirkjun hefur gefið út yfirlýsingu um að ekki verði seld orka til nýrra álvera á suðvesturhorni landsins. Þar er því enga orku að fá til Helguvíkurálvers.
Það er því langur vegur frá því að búið sé að tryggja nokkra af þeirri orku sem þarf til 2. áfanga Helguvíkurálversins. Hvað þá þriðja áfanga. Til þess vantar um 340 MW!
Hvað ræður för?
Hvar ætla mennirnir að taka orkuna sem þarf til klára dæmið - þessi 340 MW?
Hvaða hugsun býr að baki því að soga alla hugsanlega orku af svæðinu til þessa eina verkefnis?
Af hverju finnst stjórnendum HS/Reykanesbæjar verra að fá til sín fleiri meðalstór fyrirtæki með orkuþörf upp á 10-50 MW eins og sagt er frá í ársskýrslu HS að þurfi að vísa frá vegna orkuskorts?
![]() |
Engir orkusamningar á næstunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |