Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
22.12.2008 | 13:01
Aðeins 1% starfa í landinu í orkufrekum iðnaði
Hún er undarlega lífseig þessi klisja að álverin skapi svo mikla vinnu og útflutningstekjur. Fjölmiðlar virðast eiga erfitt með að nálgast þetta efni af hlutleysi, svo lengi hefur áróðurinn fyrir stóriðjunni dunið á þjóðinni.
Staðreyndin er sú að það skapast miklu færri störf á hvert MW í áliðnaði en t.d. í gagnavistun eða sólarkísilvinnslu. Enda var hugsunin með álvæðingunni sú að með því að fá hingað svo orkufrekan iðnað væri hægt að koma mikilli orku í lóg án þess að það þyrfti svo mikinn mannafla.
Þessi hugsun hefur haldist í hendur við drauminn um alvirkjun Íslands sem óskabörn lýðveldisins settu sér sem markmið fyrir 50-60 árum. Sem betur fer sjá flestir undir fimmtugu í dag hve galin hugmynd þessi blauti verkfræðingadraumur var og er.
Störf í stóriðju eru um 1% allra starfa í landinu. Vinnsluvirði (það sem verður eftir í landinu) stóriðjunnar er um 2% af heildarvinnsluvirði landsframleiðslunnar. Vinnsluvirði ferðaþjónustunnar í landinu er um 4,6%. Svo er talað um að álútflutningur bjargi þjóðarbúinu. Hvílík glámskyggni!
Í haust hraktist héðan sólarkísilverksmiðjan REC Group sem hafði mikinn áhuga á að reisa verksmiðju í Þorlákshöfn. Umhverfisvænn iðnaður. Þessir aðilar þurftu 100 MW til að reisa fyrri áfangann og hefði fært okkur 350 störf, þar af þriðjung fyrir háskólamenntað fólk.
REC Group vildi fá vilyrði um önnur 100 MW fyrir seinni áfangann sem áætlað var að risi 2017. Það var ekki hægt að lofa þeirri orku af því að álverið í Helguvík var búið að merkja sér alla orku á SV horninu sem sátt var um að virkja.
Nú er í fyllstu alvöru rætt um að ráðast í 40% stærra álver í Helguvík. Það er auðvitað fráleitt, orkan er ekki til og þótt hún væri til væri óafsakanlegt að ráðstafa henni allri í eina verksmiðju - sem aukinheldur skapar mun færri störf en annar iðnaður sem möguleiki er á.
Það eru uppi ýmsar kenningar um ástæður þessara stækkunaráforma.
- Ein er sú að Century ætli sér alls ekki að byggja álverið heldur ná samningum um orkuna og selja svo pakkann.
- Önnur er sú að Reykjanesbær sé svo skuldum vafinn bær að ef þessi putti verði tekinn úr sprungunni bresti stíflan og bærinn fari hreinlega í þrot.
Ég hallast að því að nokkuð sé til í hvoru tveggja.
![]() |
Hátt í fimm þúsund störf í orkufrekum iðnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
22.12.2008 | 11:56
Alvarleg staða fasteignaeigenda
Um helmingur húsnæðis er veðsettur 60% eða meira miðað við fasteignaverð eins og það var hæst.
Ef verðbólgan helst svona og húsnæðisverð lækkar að nafnverði er ljóst að fljótlega verður helmingur fasteigna yfirveðsettur.
![]() |
Verðbólgan mælist 18,1% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.12.2008 | 12:40
AGS jákvæður í garð einhliða upptöku evru
Í stjórn AGS eru menn á þeirri skoðun að Ísland ætti sem fyrst að taka upp evru einhliða. Þá væri mun auðveldara fyrir þjóðina að bjarga sér út úr efnahagshruni og skuldaklyfjum en með þessu óútreiknanlega krónubraki.
Þá þyrfti ekki að taka 5 ma bandaríkjadala gullfót að láni undir krónuna og þá þyrfti ekki að drepa allt atvinnulíf í landinu með vaxtastigi sem öllum er ljóst að er algerlega vonlaus aðgerð til að efla trú á krónunni sem gjaldmiðli.
AGS má hins vegar ekki segja þetta berum orðum. Þess vegna láta þeir nægja að segja það undir rós og e.t.v. í einkasamtölum við hátt setta ráðamenn.
Fram á ritvöllinn hafa skeiðað menn sem telja að einhliða upptaka evru muni verða okkur til minnkunar í samfélagi þjóða. Við gætum fallið í áliti og að þegar við færum í fínar veislur í Brussel muni fólk ekki vilja tala við okkur heldur stinga saman nefjum og segja: "Tölum ekki við þennan, hann er frá Íslandi sem tók evruna upp einhliða."
Slíkir menn líta framhjá því að á næstu 12 mánuðum stefnir í að helmingur fasteignaeigenda verði tæknilega gjaldþrota vegna verðbólgu og verðtryggingar. Að stór hætta er á að helmingur fyrirtækja muni einnig verða gjaldþrota eða hætta starfsemi á allra næstu mánuðum af því að gengi krónunnar er í besta falli óstöðugt (ef það er þá yfir höfuð til) og af því að í þessu vaxtaumhverfi geta jafnvel vel stæð fyrirtæki ekki fjármagnað rekstur sinn.
Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir núna er að koma í veg fyrir gjaldþrot fyrirtækja og heimila. Koma í veg fyrir að hjól atvinnulífsins hætti að snúast, koma í veg fyrir landflótta ungs fólks. Það er ekki hægt að bíða í 2-4 ár eftir að inngöngu í ESB og tengingu krónu við Evru - þetta verkefni þarf að vinna strax. Þess vegna á að skoða í fullri alvöru allt sem getur hjálpað okkur í þeirri baráttu. Ekki síst einhliða upptöku evru.
Gaspur um að með því sé sóma þjóðarinnar stefnt í voða er ábyrgðarlaust og virðist til þess ætlað að drepa á dreif þeim staðreyndum að efnahagsleg rök mæla eindregið með einhliða upptöku evru.
Fulltrúar hvers konar þjóðar, hvers konar efnahagslífs, hvers konar samfélags ætla menn að vera í fínu boðunum í Brussel?
![]() |
Áætlunin gengur vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
17.12.2008 | 23:36
Frábært!
14.12.2008 | 10:45
Forgangsmál nr. 1
Það er undarlegt að stjórnvöld skuli ekki hafa gefið þessu máli meiri gaum. Við sjáum fram á gjaldþrot óheyrilegs fjölda fyrirtækja og heimila á næstu mánuðum og stærsta einstaka ástæðan er óstöðugur gjaldmiðill. Krónan er sögð á floti en allir vita að gengið á henni er kolrangt. Hér heima kostar evran 180 kr. en úti í heimi kostar hún tæpar 300 kr.
Fyrirtæki geta ekki fjármagnað sig af því vextirnir eru svo háir - allt til að auka trúverðugleika á krónuna. Af því leiðir að fjöldi fyrirtækja mun þurfa að hætta rekstri, jafnvel skuldlaus fyrirtæki, fólk missir vinnuna, launin og ríkið tekjur.
Með því að taka upp evru einhliða myndum við ekki leysa allan vanda - en við myndum leysa gríðarlega mikinn vanda á skömmum tíma. Nógu skömmum tíma til að bjarga mörgum fyrirtækjum og heimilum frá gjaldþroti. Við myndum ekki þurfa að taka 5 ma bandaríkjadala að láni til að nota sem gullfót undir krónuna (sem guð forði okkur frá því að verði notaðir).
Gros er enginn maður út í bæ. Hann hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir ESB og leiðtoga stórra bandalagsríkja. Hann skipti út gjaldmiðlinum í Svartfjallalandi. Eins og hann segir réttilega þá er hægt að spyrja ESB 1000 sinnum hvort við megum taka upp evruna og svarið verður alltaf það sama. Nei.
Mín skoðun er hins vegar sú að Daniel Gros sé í eigin persónu óformleg skilaboð frá ESB til okkar að láta til skarar skríða. Ef fólk spáir í það, maðurinn hlýtur að hafa margt annað að gera en að skrifa greinar í Fréttablaðið eða láta taka viðtal við sig í Mogganum. Með fullri virðingu fyrir þessum blöðum.
Vitað er að í stjórn IMF er einhliða upptaka evru litin jákvæðum augum þótt sú stofnun geti auðvitað ekki lagt það til opinberlega.
Hvað kemur í veg fyrir að stjórnvöld skoði þennan möguleika í fullri alvöru? Ég get ekki séð að neitt annað mál sé mikilvægara í augnarblikinu.
![]() |
Taki upp evruna einhliða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.12.2008 | 12:26
Hvílíkt áfall! Verðum við þá að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf eins og aðrar þjóðir?
Það er vonum seinna að söfnuður íslensku álkirkjunnar uppgötvi hvað guðspjall þeirra er götótt og grunnhyggið. Sú staðreynd að um 80% af allri raforku er bundið í samningum um að bræða ál jaðrar við landráð.
Samt predika postularnir um nauðsyn þess að ráðast í byggingu 360 þúsund tonna álvers í Helguvík sem varla er nokkur von til þess að sé hægt að finna orku í og gerir út af við allar áætlanir annarra fyrirtækja um raforkukaup fyrir sinn rekstur.
Ætli þeir þagni nú sem hæst hafa látið um nauðsyn þess að skapa fleiri álstörf - þrátt fyrir að við blasi sú staðreynd að 99% allra starfa í landinu eru við "eitthvað annað"?
Ætli við getum núna fengið frið til að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf, byggt á fjölbreyttri þekkingu og hugviti margra ólíkra einstaklinga og fyrirtækja? Vonandi.
![]() |
Getum ekki treyst á álið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.12.2008 | 11:18
Það eru góðir hlutir að gerast!
Þrátt fyrir allt eru margir góðir hlutir að gerast.
Þessi hópur sem stefnir að því að leiða saman iðnaðar-/handverksfólk, hönnuði og arkítekta í orkuhúsinu í Elliðaárdal gefa tilefni til aukinnar bjartsýni. Það er kraftur og von í hugmyndum þeirra.
Þetta er líka frábært framtak. Það er nóg af neikvæðum fréttum, raunar eru flest allar fréttir sem maður heyrir og les neikvæðar. Það er ekki til að bæta ástandið. Það er hins vegar full þörf á að segja fréttir af öllu því jákvæða sem er að gerast.
Og svo er Björk Guðmunds og félagar hennar að gera stórkostlega hluti. Nú hefur hún flutt inn tvo heimsþekkta sérfræðinga á sviði grænna atvinnumála. Þessir menn eru komnir hingað til lands í boði Bjarkar til að hitta fólk úr öllum geirum, atvinnulífi, háskólum, stjórnsýslunni og frjálsum félagasamtökum.
Laugardaginn 13. desember kl. 14.00 heldur Paul Hawken opinn fyrirlestur í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu 15, í Bókasal á annarri hæð.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir!
John Picard sem er heimsþekktur umhverfisverndarsinni, arkítekt og entrepreneur. Hann tók þátt í að umbreyta umverfisstefnu Hvíta hússins og gera hana "græna" í tíð Bill Clintons. Síðan þá hefur Picard veitt mörgum fyrirtækjum og byggingarverkefnum ráð um stefnubreytingu og sjálfbæra þróun.
Sjá viðtal við Picard: http://www.youtube.com/watch?v=WHTq7KDbHqM
Heimasíða Paul Hawken: http://www.paulhawken.com/
![]() |
Nýsköpun í dalnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2008 | 08:53
Gott mál
Þær áætlanir sem Orkuveita Reykjavíkur hafði um Bitruvirkjun gengu út á það sem fyrirtækið kallaði "ágenga orkustefnu". Það átti að tappa meiri gufu af geyminum en hann gat staðið undir. Það þótti þeim sem þá réðu för ekkert tiltökumál.
Vonandi er sá hugsunarháttur gullgrafarans á útleið. Það væri mjög í stíl við annað að daginn sem Ísland yrði heimsfrægt sem leiðandi land í nýtingu jarðhita hryndu einhverjar af þeim jarðhitanámum sem við höfum hælt okkur af.
Iðnaðarráðherra er greinilega mjög í mun að slíkt gerist ekki. Hann vill að nýtingin geti með réttu kallast sjálfbær. Það er gott mál.
![]() |
Lögunum verði beitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.12.2008 | 15:56
Heiðarleg og málefnaleg umræða
Til að hvetja til heiðarlegrar og málefnalegrar umræðu hef ég ákveðið að leyfa héðan í frá aðeins athugasemdir sem skrifaðar eru undir fullu nafni. Ef einhver telur sig ekki geta komið fram með mikilvægar upplýsingar undir fullu nafni bið ég viðkomandi að senda mér þær í tölvupósti (dofri@reykjavik.is) og ég get þá birt þær í framhaldinu.
Með góðri kveðju,
Dofri.
10.12.2008 | 14:40
Heiðarleiki og gegnsæi
Var á ágætum fyrirlestri Görans Person. Hef ekki miklu við frétt mbl.is að bæta öðru en að hann talaði mikið um nauðsyn heiðarleika og gegnsæis í öllum aðgerðum.
Hann sagði það hafa skipt miklu máli þegar Svíþjóð þurfti að hækka skatta og skerða lífeyrisréttindi að allar forsendur voru uppi á borðinu, allt var unnið fyrir opnum tjöldum og heiðarlega og rétt sagt frá öllu, jafnt vinsælu sem óvinsælu.
Miklu skipti einnig að hafa aldrei vakið meiri vonir en hægt var að standa við. Ef spár sýndu möguleika á 2,5% hagvexti töluðu stjórnvöld um 1,8. Reyndin varð svo 2,7 og kom fólki og markaðnum ánægjulega á óvart. Með því að vekja hóflegar væntingar en fara svo fram úr þeim í verkum sínum náði stjórnin að byggja upp trúverðugleika.
Í raun má segja að allt sem Person lagði áherslu á megi finna í gömlum góðum gildum sem flestir hafa lært í æsku en hafa e.t.v. á síðustu árum átt í vök að verjast. Að best er illu aflokið, að koma fram af heiðarleika, að lofa ekki meiru en hægt er að standa við, að jafna byrðarnar.
![]() |
Íslendingar mega ekki bíða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |